Átak til vitundarvakningar um geðheilbrigði á vinnustöðum
Vikuna 7. – 11. október stöndum við fyrir víðtæku átaki þar sem ætlunin er að vekja máls á mikilvægi þess að vinnustaðir hlúi að andlegri heilsu starfsfólks og stuðli að geðheilbrigðu vinnuumhverfi.
Með því að skrá þinn vinnustað til þátttöku fáið þið aðgang að verkfærakistu stútfullri af geðgóðu góðgæti.
Geðgott gómgæti - Verkfærakista
Í tilefni af Alþjóðlegum degi geðheilbrigðis 10. október, þá gefst vinnustöðum tækifæri á að fá hér verkfærakistu til að nýta sér í vikunni sjálfri. Í verkfærakistunni má finna geðgóð ráð fyrir vinnustaðinn, geðgóð verkfæri fyrir stjórnandann, upplýsingablöð, samtalsramma og margt fleira geðgott!
Ráðstefna um geðheilbrigði á vinnustað
Á Alþjóðlegum degi geðheilbrigðis, 10. október, standa Advania og Mental ráðgjöf ásamt öðrum samstarfsaðilum að ráðstefnu um geðheilbrigði á vinnustað. Ráðstefnan er hluti af vitundarvakningu um geðheilbrigði dagana 7.-11. október og er ætluð áhugasömum stjórnendum og öðrum áhugasömum fulltrúum vinnustaða.
Einvala lið sérfræðinga og stjórnenda eru með erindi og að loknum erindum verða pallborðsumræður undir stjórn Ásdísar.
Ráðstefnan fer fram í höfuðstöðvum Advania í Guðrúnartúni fimmtudaginn 10. október frá kl. 9.00-10.30.
Húsið opnar kl. 8:30 og hvetjum við öll til að nýta sér það, hittast og tengjast hovrt öðru.
Hlökkum til að sjá ykkur!