Efnisyfirlit

Fræðsla og fyrirlestrar

Við hjá Mental ráðgjöf bjóðum upp á fjölbreytt úrval fræðsluerinda sem öll miða að því að vekja starfsfólk og stjórnendur til vitundar um mikilvægi þess að hlúa að andlegu heilbrigði innan vinnuumhverfisins. Andlegt heilbrigði starfsfólks er lykilatriði þegar kemur að starfsánægju, framleiðni og jákvæðum starfsanda. Þegar vinnustaðir leggja áherslu á að stuðla að góðri geðheilsu, stuðlar það ekki aðeins að bættri vellíðan starfsfólks, heldur einnig að sterkari liðsheild, aukinni helgun, minni starfsmannaveltu og betri árangri í daglegu starfi.

Fræðsla okkar einblínir á þá þætti sem hafa bein áhrif á geðheilbrigði, svo sem samskipti og mikilvægi þess að setja mörk, aðferðir til að takast á við streitu og streituvalda vinnuumhverfis, mikilvægi svefns og hvernig bæta megi svefnvenjur, áföll sem og sálræna fyrstu hjálp til að styðja við starfsfólk í erfiðum aðstæðum. Einnig tökum við fyrir aðra þætti sem geta haft áhrif á vellíðan starfsfólks, með áherslu á hagnýtar lausnir sem auðvelt er að innleiða í daglegt starf.

Með því að fjárfesta í fræðslu og stuðningi við andlega heilsu starfsfólks skapa vinnustaðir umhverfi sem eykur líkur á að starfsmenn nái að nýta hæfileika sína til fulls, upplifi sig örugga og verðmæta og vinni saman af meiri skilvirkni og ánægju. Þetta er lykillinn að því að byggja upp sjálfbæra og farsæla vinnustaði þar sem öll geta blómstrað.

MENTAL RÁÐGJÖF

Hvað ef vinnan væri góð fyrir geðheilsuna?

Í viðmiði 6 í leiðbeinandi viðmiðum Alþjóðlegu heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) er kveðið á um að stuðla eigi að aukinni vitund, þekkingu og skilningi starfsfólks á andlegri heilsu og geðheilbrigði á vinnsutað.

Fræðslunni er ætlað að vekja starfsfólk og stjórnendur til vitundar um mikilvægi þess að hlúa að geðheilbrigði á vinnustöðum og þær áskoranir sem vinnustaðir og starfsfólk standa frammi fyrir og tengjast andlegri líðan. Farið er yfir þær áskoranir, forvarnir og tækifæri þegar kemur að geðheilbrigði á vinnustað.

Markmið

Að vekja starfsfólk og stjórnendur til vitundar um mikilvægi þess að huga að geðheilbrigði á vinnustað og opna á umræðuna um andlega heilsu og vellíðan.

Helstu atriði

50 mínútna erindi og gert er ráð fyrir 10 mínútum í spurningar og spjall. Fræðslan hentar öllu starfsfólki vinnustaða.

vitundavakning

Fjallað er um helstu einkenni geðvanda sem starfsfólk getur fundið fyrir og hvenær og hvernig er rétt að grípa inn í áður en vandi verður að krísu.

Af hverju?

Geðvandi og neikvæð andleg líðan geta haft áhrif á frammistöðu, líðan, helgun og starfsánægju meðal starfsfólks.

Með fræðslunni, sem var mjög áhugaverð, vakti Helena okkur rækilega til vitundar um mikilvægi þess að forgangsraða geðheilbrigði starfsfólks og þær leiðir sam fara má til að gera það á áhrifaríkan hátt. Ég mæli eindregið með fyrirlestri Mental fyrir þau sem vilja setja geðheilsu starfsfólks í forgang.

– Alma Guðmundsdóttir formaður Sjálfstæðra skóla og framkvæmdastýra Hjallastefnunnar

MENTAL RÁÐGJÖF

Uppskrift að góðri geðheilsu

Í viðmiði 6 í leiðbeinandi viðmiðumAlþjóðlegu heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) er kveðið á um að stuðla eigi að aukinni vitund, þekkingu og skilning starfsfólks á andlegri heilsu og geðheilbrigði á vinnustað.

Þetta fræðsluerindi er fyrir stjórnendur og starfsfólk og er að hluta til svar við viðmiði 6. Fræðslunni er ætlað að vekja viðstödd til umhugsunar um mikilvægi þess að hlúa að andlegri heilsu og farið er yfir leiðir sem gera okkur kleift að takast á við erfiðar tilfinningar, erfiðan dag eða erfiða tíma.

Markmið

Að vekja forvitni og skapa umræður um okkar eigin líðan og annarra og læra áhrifaríkar leiðir til að takast á við erfiðar tilfinningar, daga eða tíma.

Helstu atriði

50 mínútna erindi og gert er ráð fyrir 10 mínútum í spurningar og spjall. Fræðslan hentar öllu starfsfólki vinnustaða.

innsýn og færni

Aukinn skilningur á því hvernig eigin viðbrögð og athafnir geta bæði bætt og dregið úr geðheilsu og hvernig nýta megi aðferðir HAM í að bæta andlega líðan.

Af hverju?

Geðvandi og einkenni geðvanda geta haft áhrif á frammistöðu, líðan, helgun, viðveru og starfsánægju meðal starfsfólks.

Á fjölmennum og dreifðum vinnustöðum er einfalt að einangrast og falla inn í fjöldann. Það er því mjög mikilvægt að huga að andlegri líðan starfsfólks.

Saskia Freyja Schalk, heilsuteymi Háskóla Íslands

MENTAL RÁÐGJÖF

Samskipti, sjálfstyrk hegðun og mörk

Samskipti, vinnustaðamenning og tengsl eru dregin fram sem sálfélagslegir áhættuþættir í ISO staðli 45003:2021. Það er því stór þáttur í forvörnum að huga að fræðslu í samskiptun, þjálfun samskiptahæfni og getu til að setja mörk.

Fræðsla Mental um samskipti og sjálfstyrka hegðun kemur inn á mikilvæga færniþætti í samskiptum, gefur starfsfólki tæki og tól til að taka erfið/krefjandi samtöl, setja mörk og skapa með því heilbrigðar aðstæður á vinnustað.

Markmið

Fræðslunni er ætlað að vekja fólk til vitundar um hvað heilbrigð samskipti fela í sér og mikilvægi sjálstyrkrar hegðunar við að setja mörk í bæði lífi og starfi.

Helstu atriði

50 mínútna erindi og gert er ráð fyrir 10 mínútum í spurningar og spjall. Fræðslan hentar öllu starfsfólki vinnustaða.

innsýn og færni

Viðstödd fá innsýn í hvaða þættir hafa áhrif á samskiptafærni okkar, hvernig við stígum inn í óheilbrigð samskipti og gefnar eru leiðir til að setja skýr mörk og standa með sér og öðrum.

Af hverju?

Óheilbrigð samskipti ýta undir streitu, kvíða og álag, líkur á ágreiningi innan vinnustaðar/teyma aukast og afköst, sköpun og helgun dvínar.
MENTAL RÁÐGJÖF

Sigrumst á streitunni: Vellíðan í lífi & starfi

Í viðmiði 8 í leiðbeinandi viðmiðum Alþjóðlegu heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) er kveðið á um að stuðla eigi að aukinni færni starfsfólks í streitustjórnun og getu til að bregðast við dvínandi geðheilsu.

Fræðsla um einkenni streitu og streituvalda er svar við viðmiði 8, sem og ISO 45003 (sálfélagslegt öryggi á vinnustað. Horft er til margvíslegra þátta í vinnuumhverfi, verkskipulagi, stjórnun og eigin hegðun sem líklegir eru til að vera streituvaldar í lífi og starfi.

Markmið

Að efla viðstödd í að greina þætti sem líklegir eru til að vera streituvaldir í vinnu eða persónulegu lífi og hvernig megi takast á við þá streituvalda.

Helstu atriði

50 mínútna erindi og gert er ráð fyrir 10 mínútum í spurningar og spjall. Fræðslan hentar öllu starfsfólki vinnustaða.

Innsýn og færni

Þátttakendur öðlast færni í að greina streituvalda, aðgreina streitueinkenni frá streituvöldum og þekkja eigin einkenni og fá margvíslegar leiðir til að ná tökum á streitunni.

Af hverju?

40% starfsfólks finnur oft eða ávallt fyrir streitu. Streitueinkenni geta haft neikvæð áhrif á frammistöðu, líðan, helgun, ánægju og andlega heilsu starfsfólks.

Við vorum hæstánægð með fræðsluna sem skilaði sér vel til allra. Starfsfólk er meðvitaðra um málefnið og fékk tækifæri til að ígrunda eigin kveikjur að streitu og streituviðbrögð.

Linda Rún A. Traustadóttir, leikskólastjóri

MENTAL RÁÐGJÖF

Sálræn fyrsta hjálp & áföll

Viðmið 6 í leiðbeinandi viðmiðum Alþjóðlegu heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) kemur inn á mikilvægi þess að þjáfla færni starfsfólks til að bregðast við sálrænum vanda samtarfsfólks með sálrænni fyrstu hjálp. Með því geta bæði stjórnendur og samstarfsfólk brugðist við sálrænum vanda starfsmanns með aðferðum viðurkenndrar nálgunar.

Þessari fræðslu er ætlað að svara því viðmiði þar sem viðstödd læra að þekkja og bera kennsl á ólík viðbrögð við áföllum og möguleg merki þess að viðbrögð þróist í átt að vanda. Kennd er nálgun sálrænnar fyrstu hjálpar og hvernig megi nýta hana á áhrifaríkan hátt til að styðja starfsfólk og tengja það við þá fagaðila sem henta best hverju sinni.

Markmið

Að dýpka skilning á áföllum og áhrifum þeirra á vinnustöðum og útbúa starfsfólk og stjórnendur með færni í að styðja við samstarfsfólk sitt á áhrifaríkan hátt.

Helstu atriði

50 mínútna erindi og gert er ráð fyrir 10 mínútum í spurningar og spjall. Fræðslan hentar öllu starfsfólki vinnustaða.

Innsýn og færni

Viðstödd fá innsýn í mismunandi áföll og hin ólíku viðbrögð sem einstaklingar sýna. Farið er yfir hvernig samstarfsfólk og stjórnendur geta veitt sálræna fyrstu hjálp.

Af hverju?

Með því að hlúa að líðan og viðbrögðum fólks á efiðum tímum byggja vinnustaðir upp menningu samkenndar og skilnings sem stuðlar að bættri seiglu og vellíðan.
MENTAL RÁÐGJÖF

EKKO Forvarnir og viðbrögð

Reglugerð nr. 1009/2015 kemur inn á að tilgreina skuli hvaða forvörnum sé beitt innan vinnustaða til að draga úr líkum þess að EKKO mál komi upp á vinnustaðnum. ISO 45003:2021 kemur inn á hið sama og leggur áherslu á þjálfun og fræðslu til að auka vitund starfsfólks á þeirri hættu sem EKKO skapar með tilliti til sálfélagslegs heilbrigðis og öryggis.

Í samræmi við það eru viðstödd eru vakin til umhugsunar um mikilvægi þess að huga að einkennum, orsökum, afleiðingum og viðbrögðum við málum sem tengjast (EKKO) í þessari fræðslu.

Markmið

Markmið fræðslunnar er að auka þekkingu á málefninu, tryggja traust samskipti og skapa uppbyggilegan farveg fyrir EKKO mál.

Helstu atriði

Fræðslan er 50 mínútur og gefnar eru 15 mínútur fyrir spurningar og umræður. Innifalið í fræðslunni er aðlögun fræðslunnar að EKKO stefnu vinnustaðar.

Innsýn og færni

Starfsfólk öðlast innsýn í afleiðingar EKKO mála fyrir öll hlutaðeigandi, ábyrgð hvers og eins og hvernig megi stíga inn í og koma í veg fyrir óæskileg samskipti.

Af hverju?

Afleiðingar EKKO mála fela í sér dvínandi starfsánægju, helgun og framleiðni starfsfólks og auka streitu og álag á öll hlutaðeigandi.

Mjög skemmtilegt og flott erindi sem gaf manni góða punkta fyrir sig og vinnustaðinn.

Þátttakandi á viðburði þar sem Mental hélt erindið Hátíðar(v)andi?

MENTAL RÁÐGJÖF

Hátíðar(v)andi? (í nóv & des)

Þessi fræðsla er flutt í nóvember og desember.

Hátíðartíminn getur verið tími gleði og eftirvæntingar fyrir mörg en fyrir önnur getur tíðin verið uppspretta streitu og álags.

Fræðsluerindinu, eða öllu heldur hugvekjunni, er ætlað að vekja stjórnendur og starfsfólk til umhugsunar um þá margvíslegu álagsþætti sem fylgja hátíðunum, hvernig vinnustaðir geta brugðist við slíkum aðstæðum og hvaða skref öll geta tekið til að styðja við andlegt heilbrigði yfir hátíðarnar.

64% þeirra sem glíma við geðvanda lýsa versnandi geðheilsu yfir hátíðarnar, 58% einstaklinga tala um fjárhagslegt álag og 41% greina frá aukinni streitu yfir hátíðarnar.

Markmið

Að auka vitund og skilning stjórnenda og starfsfólks á þeim álagsþáttum sem geta fylgt hátíðunum og lágmarka þannig áhrif á andlega líðan okkar og samstarfsfólks.

60 mínútur

Fræðslan samanstendur af beinni fræðslu, umræðum og hugvekju sem starfsfólk er hvatt til að ræða sín á milli og deila með hópnum.

30 mínútur

Tilvalið erindi hádeginu. Hugvekja sem starfsfólk er hvatt til að taka með sér inn í daginn & vikurnar fram að hátíðunum.

Af hverju?

Hátíðir geta aukið álag í lífi starfsfólks, sem hefur áhrif á vinnu, ánægju, samstarf og afköst. Með markvissri fræðslu má draga úr áhrifum streitu og álags.