Efnisyfirlit
Sértæk þjónusta
Mental ráðgjöf er einkar hugleikið að lausnir okkar séu sérsniðnar að hverjum vinnustað og slíkt hefst ávalt með samtali. Hér að neðan má finna nokkrar algengar sértækar lausnir, sem þó er ávallt þörf á að aðlaga.
Hvort sem það er Geðheilsuátak á staðnum, Rafrænt Geðheilsuátak, handleiðsla, úttekt, aðstoð við að móta ferla vegna krefjandi viðskiptavina / skjólstæðinga eða annað, þá er markmið okkar hjá Mental ávallt það sama : Að veita faglega, ábyrga og markmiðadrifna þjónustu, sérsniðna að þörfum vinnustaðar.
MENTAL RÁÐGJÖF
Geðheilsuátak
Að hvetja til og stuðla að vinnustaðamenningu sem einkennnist af samkennd, stuðningi og skilningi fyrir andlegri líðan starfsfólks er mikilvægt skref í að tryggja geðheilbrigði á vinnustað og sálfélagslegt öryggi (ISO 45003:2021). Með því að setja andlegt heilbrigði starfsfólks í forgang geta fyrirtæki aukið framleiðni, dregið úr fjarveru og stuðlað að aukinni helgun starfsfólks auk þess að byggja upp geðheilbrigt vinnuumhverfi, líkt og fjölmargar rannsóknir hafa bent á.
Fyrsta skrefið í átt að ofangreindu er að standa fyrir öflugu og víðtæku geðheilsuátaki innan vinnustaða. Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út leiðbeinandi viðmið þegar kemur að geðheilbrigði á vinnustöðum og kemur viðmið 6 inn á að stuðla skuli að aukinni vitund, þekkingu og skilningi starfsfólks á andlegri heilsu og geðheilbrigði á vinnustað.
Með Geðheilsuátaki Mental er markmiðið að hvetja til og efla menningu geðheilbrigðis á vinnustað, skapa vitund um mikilvægi geðheilbrigðis, tryggja þekkingu og skilning starfsfólks og stjórnenda á þeim áskorunum sem í geðvanda á vinnustað felast með það að markmiði að eyða út neikvæðum staðalmyndum og fordómum og stuðla að inngildingu allra. Með geðheilsuátaki stíga fyrirtæki mikilvægt skref í að nálgast málefni geðheilbrigðis með forvarnir fremur en viðbrögð (prevention over reaction) að leiðarljósi.
Rafræna útgáfu átaksins má finna hér, á rafrænu svæði Mental.
Skipulag
Rafræn lausn
Aðlögun
Viltu vita meira?
Við á Hrafnistu fórum í geðheilsuátak í samstarfi við Mental ráðgjöf með það að markmiði að stuðla að vitundarvakningu um geðheilbrigði. Það er stefna okkar á Hrafnistu að hlúa vel að starfsfólki þannig að það upplifi að vinnustaðnum sé umhugað um líðan þess í leik og starfi. Stór liður í geðheilsuátakinu að koma því til skila. Samstarfið við Mental ráðgjöf var mjög ánægjulegt og til fyrirmyndar að öllu leiti. Átakið var sérsniðið að starfsemi og þörfum Hrafnistu og ráðgjafar Mental lögðu sig fram við að veita framúrskarandi þjónustu og faglega ráðgjöf með léttu og skemmtilegu yfirbragði. Það kæmi ekki á óvart ef Hrafnista myndi sækja frekari þjónustu til þeirra í náinni framtíð.
- Auður Böðvarsdóttir, mannauðsráðgjafi Hrafnistu
MENTAL RÁÐGJÖF
Úttektir
Mental ráðgjöf er umhugað um að byggja á gögnum og mæla árangur. Þegar við ráðumst í stærri verkefni, þá viljum við ávallt framkvæma rafræna könnun til að staðfesta upphafs viðmið og með því getum við mælt árangur verkefna.
Að undanskilinni rafrænni könnun, þá framkvæmum við ferns konar úttektir. Fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög og aðrir vinnustaðir eiga nær ávallt yfirgripsmikil gögn sem Mental ráðgjafar eru orðnir færir í að fara yfir, greina og meta samhengi gagna. Stjórnendur búa sömuleiðis yfir mikilli þekkingu á þeim áskorunum sem vinnustaðir standa frammi fyrir og af þeim sökum hefur Mental mótað vinnustofu fyrir stjórnendur sem hefur það að markmiði að fræða stjórnendur um geðheilbrigði á vinnustað, algengum áskorunum og því næst er farið í rýnivinnu til að draga fram áskoranir vinnustaðarins og mögulegar lausnir.
Sértækustu úttektirnar fela í sér rýnihópa starfsfólks og stjórnenda eða einstaklingsviðtöl við þann hóp. Ráðgjafar Mental meta það með mannauðsteymi / stjórnendum vinnustaðar hvor úttektin henti vinnustaðnum betur, og þá er oft horft til fyrirliggjandi gagna og vinnustaðarmenningar.
Afurð úr öllum okkar úttektum er skýrsla til vinnustaða sem felur í sér greiningu og tillögu að mögulegum næstu skrefum.
Tiltæk gögn
Rýnifundur
Rýnihópar
Rýniviðtal
MENTAL RÁÐGJÖF
Handleiðsla
Handleiðsla er lykilatriði þegar kemur að því að styðja við starfsþróun og auka árangur. Með handleiðslu fá stjórnendur (og starfsfólk) tækifæri til að læra nýja hæfileika, auka þekkingu sína og fá stuðning við að takast á við áskoranir í starfi. Þetta stuðlar að auknu sjálfstæði og öryggi við að framkvæma þá færni sem stjórnendur hafa fengið þjálfun í.
Handleiðsla Mental snýr helst að stjórnendum en einnig hefur Mental veitt hóphandleiðslu þar sem starfsfólk hefur hlotið þjálfun í að takast á við krefjandi samskipti í störfum sínum.
Handleiðsla er fjárfesting í bæði persónulegri og faglegri velferð á vinnustað.