Efnisyfirlit

Vinnustofur

Vinnustofur okkar hjá Mental ráðgjöf eru hannaðar með það að markmiði að styrkja stjórnendur, og starfsfólk í sumum tilfellum, til að skapa vinnustaðamenningu sem byggir á heilbrigðum samskiptum, trausti og stuðningi við andlega heilsu. Á vinnustofunum vinnum við markvisst að því að efla þekkingu og færni þátttakenda, með áherslu á praktísk verkfæri sem nýtast í daglegu starfi. Við leggjum áherslu á samtal og samvinnu, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að spegla eigin reynslu og læra hvernig þeir geta stuðlað að bættri líðan og árangri innan vinnustaðarins.

Vinnustofurnar veita þátttakendum innsýn í hvernig andlegt heilbrigði, samskipti, sálrænt öryggi og áhrifarík stjórnun skipta sköpum í nútímavinnuumhverfi. Með því að taka þátt læra stjórnendur að takast á við krefjandi aðstæður, leiða erfið samtöl af öryggi og takast á við áskoranir á borð við streitu og skammtímafjarvistir. Með aukinni færni og innsýn geta stjórnendur stutt við starfsfólk sitt með markvissari hætti og stuðlað að umhverfi þar sem vellíðan og framleiðni haldast í hendur.

Á vinnustofunum er einnig lögð áhersla á forvarnir og snemmbæran stuðning. Þátttakendur fá skýra sýn á hvernig þeir geta brugðist við áður en vandamál stigmagnast, og læra að skapa rými fyrir hreinskiptin samskipti, skýr mörk og virðingu. Markmiðið er að byggja upp vinnustaði sem eru sjálfbærir og þar sem hver og einn getur blómstrað og lagt sitt af mörkum.

MENTAL RÁÐGJÖF

Geðheilbrigðir stjórnendur

Í viðmiði 4 í leiðbeinandi viðmiðum Alþjóðaheilbrigðis-málastofnunarinnar (WHO) er kveðið á um að þjálfa skuli stjórnendur til að styðja við geðheilbrigði starfsfólks og efla þekkingu þeirra og færni í tengslum við geðheilbrigði.

Mental ráðgjöf heldur vinnustofu fyrir stjórnendur sem ætlað er að svara viðmiði 4. Vinnustofunni er ætlað í að efla færni stjórnenda til að þekkja vísbendingar versnandi geðheilsu og færni í að beita úrræðum sem reynast vel í slíkum aðstæðum.

Markmið

Að auka vitund og skilning stjórnenda á geðheilbrigði á vinnustað og byggja upp færni og sjálfstraust þeirra til að eiga innihaldsrík samtöl um geðheilbrigði.

Helstu atriði

Vinnustofunni (2+2 tímar) er fylgt eftir með tveimur hóphandleiðslutímum til að tryggja yfirfærslu þekkingar og aukna færni.

Aukin innsýn og færni

Þátttakendur öðlast innsýn í einkenni og birtingarmyndir geðvanda, færni til að bera kennsl á, bregðast við og styðja við starfsfólk á viðeigandi hátt, m.a. með sálrænni fyrstu hjálp.

Af hverju?

Geðvandi og einkenni geðvanda geta haft margvísleg og neikvæð áhrif á frammistöðu, líðan, helgun og ánægju fólks í starfi.

Vel heppnuð vinnustofa fyrir stjórnendur sem voru mjög ánægðir. Það er svo gott þegar upplifunin er sú að þú gangi út af vinnustofu með verkfæri í höndunum sem hægt er að nota strax. Við mælum hiklaust með þar sem er á topplista yfir gagnlega fræðsluviðburði.

-  Inga Jóna Þórisdóttir, fræðslustjóri hjá Vegagerðinni um vinnustofuna Geðheilbrigða stjórnendur

MENTAL RÁÐGJÖF

Viðverustjórnun og samtöl

Árangursrík viðverustjórnun ýtir undir styðjandi og heilbrigða vinnustaðamenningu, bætir starfsánægju og leiðir af sér aukna framleiðni. Viðverustjórnun hefur það markmiði að draga úr skammtímafjarvistum, sem oft á tíðum eru ófyrirsjáanlegar og skapa óþarfa álag. Öflug viðverustjórnun eykur færni og getu stjórnenda til að bregðast við áskorunum áður en til krísu kemur.

Með árangursríkri viðverustjórnun geta vinnustaðir lækkað kostnað vegna fjarveru starfsfólks, byggt upp traust og ýtt undir helgun starfsfólks. Með því að takast á við skammtímafjarvistir með fyrirbyggjandi hætti stuðla vinnustaðir og stjórnendur að sjálfbærari og heilbrigðari vinnustað.

Markmið

Markviss og hnitmiðuð viðverustjórnun kemur betur til móts við þarfir starfsfólks og vinnustaðar og dregur um leið úr skammtímafjarveru starfsfólks.

Helstu atriði

Vinnustofan stendur yfir í 3 klst og er fylgt eftir með tveimur hóphandleiðslutímum til að tryggja yfirfærslu þekkingar og aukna færni.

Aukin innsýn og færni

Stjórnendur öðlast færni í framkvæmd viðverusamtala og eftirfylgd þeirra, innsýn inn í hvernig skammtímafjarvistir geti verið vísbending geðvanda og mikilvægi hnitmiðaðrar endurkomu til vinnu.

Af hverju?

Skammtímafjarvistir geta verið gífurlega kostnaðarsamar fyrir vinnustaði og starfsfólk þeirra. Að skapa vettvang til að ræða líðan, álag og væntingar getur dregið úr fjarveru og spornað gegn langtímaveikindum.

Í kjölfarið á uppfærslu viðverustefnu hjá Reykjavíkurborg leituðum við til Mental varðandi þjálfun stjórnenda í viðverusamtölum. Ákveðið var að byggja þjálfunina á vinnustofum og hafa svo handleiðslusamtöl á Teams í kjölfarið. Ánægja stjórnenda með þjálfunina er mikil samkvæmt fræðslumati, og þykir þeim fræðslan áhugaverð, praktísk og skemmtileg. Sérstaða Mental er meðal annars að fjalla sérstaklega um tengsl geðheilbrigðis við fjarvistir og efla stjórnendur í forvarnavinnu á því sviði. 

-   Ásta Bjarnadótti, skrifstofustjóri starfsþróun og starfsumhverfis hjá Reykjavíkurborg - um vinnustofur í viðverustjórnun

MENTAL RÁÐGJÖF

Áræðni í samskiptum og sálfræðilegt öryggi

Skýrleiki í samskiptum, áræðni og getan til að setja öðrum mörk eru nauðsynleg færni í samskiptum á vinnustöðum. Þessir þættir, auk þess sem kallað hefur verið sálfræðilegt öryggi, skapa grunninn að árangursríkum teymum þar sem öllum líður vel og upplifa sig sem hluta af teymi.

Á þessari vinnustofu er fjallað hlutverk og ábyrgð allra í því að stuðla að hreinskiptum og heilbrigðum samskiptum og helstu einkenni árangursríkra samskipta. Fjallað er um hvernig sjálfstyrk hegðun og áræðni gera okkur kleift að setja heilbrigð mörk.

Markmið

Vinnustofan hentar einkar vel fyrir þau sem vilja auka samskiptafærni sína, efla sig í áræðni, getunni til að setja skýr mörk og stuðla að sálfræðilegu öryggi.

Helstu atriði

Á vinnustofunni sem er 3 klst. er unnið með raunveruleg dæmi, umræður í minni hópum og áætlun um aðgerðir til að byggja upp jákvæða samskiptamenningu.

Aukin innsýn og færni

Þátttakendur öðlast innsýn í það hvaða hlutverk hver og einn leikur og eru útbúin með þá nauðsynlegu færni sem þarf til að geta átt í árangursríkum samskiptum.

Af hverju?

Erfið samskipti, átök og óljós mörk fela í sér áskoranir sem mikilvægt er að leysa með hagnýtum aðferðum og aðgerðum sem stuðla að styðjandi og nærandi starfsumhverfi.

Við hjá Five Degrees fengum Hilju hjá Mental ráðgjöf til að koma og fjalla um samskipti, sjálfstyrka hegðun og mörk í lífi og starfi. Fræðslan veitti okkur einstaka innsýn í mikilvægi heilbrigðra samskipta og sjálfstyrkrar hegðunar, vakti okkur til umhugsunar um áhrif óheilbrigðra samskipta á vinnustaðamenningu og afköst og veitti okkur ákveðnar leiðir til að setja öðrum mörk og takast á við krefjandi samtöl. Þetta er algjörlega eitthvað sem allir vinnustaðir ættu að bjóða upp á.

-  Helga Gunnólfsdóttir, Mannauðsstjóri Five Degrees

MENTAL RÁÐGJÖF

Erfið samtöl og að takast á við erfiða hegðun

Erfið hegðun starfsfólks á vinnustað getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir liðsheild, framleiðni og andlega líðan í teymum. Í rannsókn McKinsey (lesa hér) kom fram að erfið og eitruð hegðun er sá þáttur sem hefur hvað neikvæðustu áhrif á líðan starfsfólks, þar með talið einkenni kulnunar og líkur á starfslokum.

Á þessari vinnustofu er fjallað um mikilvægi þess að stjórnendur viðurkenni og taki á slíkri hegðun án tafar og á uppbyggilegan hátt. Stjórnendur öðlast færni, tileinka sér aðferðir og setja fram áætlun um áhrifaríkar leiðir til að taka á erfiðri hegðun.

Markmið

Að auka þekkingu og skilning stjórnenda fyrir neikvæðum afleiðingum erfiðrar hegðunar og byggja upp færni og sjálfsöryggi í að nýta sér áhrifaríkar leiðir til að taka á slíkri hegðun

Helstu atriði

Á vinnustofunni sem er 3 klst er unnið með raunveruleg dæmi og aðgerðir. Vinnustofunni er fylgt eftir með hóphandleiðslutímum .

Aukin innsýn og færni

Þátttakendur öðlast innsýn í einkenni erfiðrar hegðunar, færni til að bera kennsl á og bregðast við með snemmbærum og skilvirkum inngripum.

Af hverju?

Erfið og eitruð hegðun leiðir til neikvæðra og kostnaðarsamra afleiðinga, m.a. til kulnunar samstarfsfólks sem aftur tengist ásetningi um starfslok og brotthvarfi úr starfi.

Við fengum Mental inn með fræðslu og þjálfun fyrir stjórnendateymið okkar. Stjórnendateymið fékk fræðslu og þjálfun í erfiðum samtölum sín á milli, auk heimavinnu sem fól í sér samtöl við undirmenn sem endaði svo með handleiðslufundi með Mental. Að mínu mati hafa fundirnir með stjórnendateyminu verið ákaflega gagnlegir og hreint út sagt nauðsynlegir. Áhrif þessarar vinnu hafa skilað sér beint inn í starfið. Með aukinni æfingu í að taka erfið samtöl valdeflist teymið. 

-   Linda Rún A. Traustadóttir, leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg - um vinnustofu í krefjandi og erfiðum samskiptum

 

MENTAL RÁÐGJÖF

Streitan og streituvaldar vinnuumhverfis

Streita getur haft alvarleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu, þar á meðal aukna hættu á kulnun, kvíða, þunglyndi og hjarta- og æðasjúkdómum. Með því að veita starfsfólki verkfæri til að greina streituvalda er hægt að grípa fyrr inn í og draga úr þessum neikvæðu áhrifum.

Á vinnustofunni er lögð áhersla á að fræða og auka vitund þátttakenda um neikvæðar afleiðingar streitu, um eigin streitu einkenni og mögulegar leiðir til að takast á við streituna.

Þátttakendur fá að lokum það verkefni að vinna í smærri hópum og gera tillögur að aðgerðum sem líklegar eru til að eyða út eða minnka verulega þá streitu sem fólk finnur fyrir í daglegum störfum.

Markmið

Markmiðið er að efla stjórnendur og starfsfólk í að horfa til þátta í vinnuumhverfi, verkskipulagi, stjórnun og eigin viðbrögðum sem eru líklegir til að stuðla að aukinni streitu.

Helstu atriði

Vinnustofan, sem er 3 klst, felur í sér blöndu af fræðslu, umræðum og öðrum verkefnum sem sameiginlega er ætlað að vekja starfsfólk til vitundar um eigin streitueinkenni og streituvalda og veita þeim tæki og tól til að vinna bug á streitunni.

Aukin innsýn og færni

Þátttakendur læra að aðgreina streitueinkenni frá streituvöldum og unnið verður í hópum að því að bera kennsl á og greina helstu streituvalda á vinnustaðnum og þær áskoranir sem þeir kunna að hafa í daglegum störfum.

Af hverju?

Ríflega 40% finna oft eða ávallt fyrir streitu í starfi og með því að veita starfsfólki færni í að greina streitu og streituvalda vinnuumhverfis má bæta heilsu þess og vernda starfsfólk gegn kulnun ásamt því að draga úr skammtímafjarveru og starfsmannaveltu.

Við fengum Mental ráðgjöf til að koma á starfsdag með fræðslu og vinnufund sem bar yfirskriftina „Streitan og streituvaldar vinnuumhverfis“. Við vorum hæstánægð með fræðsluna sem skilaði sér vel til allra. Augljóst var að mikil þekking og reynsla á málefninu er til staðar. Starfsfólki var skipt í vinnuhópa þar sem unnið var í því annars vegar að setja upp streituvalda í starfi og hins vegar að finna aðferðir til streitustjórnunar og að ná tökum á streitu í starfinu. Að mínum dómi hefur þetta gagnast vel og skilað sér í starfið. Starfsfólk er meðvitaðra um málefnið og fékk tækifæri til að ígrunda eigin kveikjur að streitu og streituviðbrögð.

- Linda Rún A. Traustadóttir, leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg um vinnustofuna Streitan og streituvaldar vinnuumhverfis