Við erum Mental

Mental sýn

Með Mental vinna fyrirtæki að því að setja fólk og líðan þess í fyrsta sæti. Við vinnum fyrir fólk og fyrirtæki í að skapa og næra stefnumótandi og sjálfbæra menningu sem eflir geðheilsu á vinnustöðum. 
Við vinnum að heildstæðri nálgun með áherslu á geðheilbrigði. Við trúum ekki á plástra og skyndilausnir.
Við vinnum með aðferðir sem studdar eru með rannsóknum og vísun í alþjóðlega viðurkenndar aðferðir.
Við kunnum okkar fag. Reynsla okkar í rekstri, stjórnun og ráðgjöf ásamt fagmenntun skilar okkur og þér langt
Við leggjum mikið upp úr því að virkja og styðja sterkt og víðtækt tengslanet Mental.
Við erum skemmtileg og lífleg. VIð nálgumst fólk og verkefni af hlýju og virðingu. 
Við förum ótroðnar slóðir og þorum að vera öðruvísi. Við viljum og ætlum okkur að breyta!

Mental nálgunin

Skýr sýn

Við byggjum á gögnum og mótum skýra markmið og stefnu sem veitir umgjörð utan um áhrifaríkar leiðir til að styðja við vellíðan starfsfólks.

Aðgerðir

Aðgerðaráætlun sem byggir á niðurstöðum úttektar. Slík áætlun felur oft í sér fræðsla, þjálfun og handleiðslu til að fyrirbyggja og takast á við vanlíðan starfsfólks.

Árangur

Með reglulegum mælingum tryggir Mental að geðheilsustefnan sé lifandi og taki á málum sem brenna á hverju sinni.

Mental teymið

Helena Jónsdóttir
Framkvæmdastjóri
Helena er klínískur sálfræðingur og hefur starfað sem slíkur um árabil. Í störfum sínum undanfarin 25 ár hefur Helena öðlast víðtæka reynslu á ólíkum sviðum rekstrar, stjórnunar og nýsköpunar. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra og vinnustofa og sinnt ráðgjöf til fyrirtækja á sviði geðheilsu og starfsmannamála. Helena starfaði um árabil sem stjórnandi í fjármálafyrirtækjum, sem framkvæmdastjóri geðheilsumála hjá Læknum án landamæra í fjölda landa ásamt því sem hún leiddi vinnu við stofnun Lýðskólans á Flateyri og var fyrsti stjórnandi skólans.   
Hilja Guðmundsdóttir
Mannauðs- og kynningarstjóri
Hilja er ráðgjafi Mental og sérfræðingur okkar í mannauðsstjórnun. Hún er tvöfaldur meistari, annars vegar í kennslufræði og hins vegar í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði. Hilja á að baki áralanga reynslu sem fyrirlesari og ráðgjafi á sviði forvarna og sem höfundur kennsluefnis fyrir MMS um alhliða heilsu. Hún starfaði sem kennari til fjölda ára og komið að ýmissi fræðslu er varðar heilbrigði, mörk og samskipti. Hilja leiddi einnig menningar- og æskulýðsmál í fyrrum sveitarfélagi sínu og hefur sinnt formennsku ýmissa félaga. 
Elísabet Sveinsdóttir
Mannauðsráðgjafi í hlutastarfi
Elísabet er meistaranemi í mannauðsstjórnun og sérfræðingur í kennslufræðum með 18 ára reynslu úr skólastarfi. Hún hefur víðtækan bakgrunn, allt frá kennslu og ráðgjöf til starfa í snyrtibransanum og verslunstörfum á yngri árum, og sameinar þannig fjölbreytta lífs- og starfsreynslu.

Hún hefur brennandi áhuga á fólki, samskiptum og því hvernig skapa má nærandi og heilbrigt starfsumhverfi. Með hlýju, innsæi og fagmennsku nýtir Elísabet bæði reynslu sína og menntun til að styðja við einstaklinga og teymi í daglegu starfi.

Uppruni Mental

Þetta byrjaði allt með stofnandanum og hennar fjölbreytta og óhefðbundna starfsferli.

Helena Jónsdóttir er klínískur sálfræðingur með áralanga reynslu í rekstri og ráðgjöf. Auk þess að veita sálfræðiþjónustu um árabil hefur Helena stýrt geðheilbrigðismálum víða í Mið-Austurlöndum og Afríku, starfað við rannsóknir, ráðgjöf og verkefnastjórnun og verið framkvæmdastjóri í fjármálafyrirtæki. Helena er einn af stofnendum og fyrsti skólastjóri Lýðskólans á Flateyri.

Þessi fjölbreytta reynsla hefur leitt hana að því að helga sig geðheilbrigði á vinnustöðum með stofnun Mental. Þar kemur þetta allt saman: traust fræðileg undirstaða, kraftur og hlýja og vilji til að fara ótroðnar slóðir til að ná háleitum markmiðum:
  • Að gjörbylta því hvernig við tölum um og tökumst á við geðheilsu á vinnustöðum
  • Að fyrirtæki setji starfsfólkið og geðheilsu þess í fyrsta sæti
  • Að fyrirtæki hafi skýra sýn í geðheilbrigðismálum á vinnustöðum


Með stofnun og rekstri Mental mun Helena virkja víðtækan bakgrunn sinn og ástríðu fyrir málefninu til að vinna með fyrirtækjum og stofnunum að því að verða hluti af lausninni í aðsteðjandi geðheilbrigðisvanda og laða fram alvöru breytingar.