Yfirlit

Vinnuvernd og úttekt

Efnisyfirlit

Heilbrigð vinnustaðamenning byggir á trausti, skýrleika og virðingu. Þar skiptir sálfélagsleg vinnuvernd lykilmáli. Þegar vel er hugað að þessum þáttum eykst vellíðan starfsfólks, samskipti verða greiðari og fyrirtækið verður betur í stakk búið til að takast á áskoranir og ná árangri.


Hjá Mental ráðgjöf hjálpum við vinnustöðum að fá skýra mynd af stöðunni og finna framkvæmanlegar lausnir sem styrkja menningu og líðan. Með mannlegri og þátttökumiðaðri nálgun drögum við fram bæði styrkleika og áskoranir og veitum stjórnendum áreiðanlega innsýn til að byggja ákvarðanir á.


Sem viðurkenndur þjónustuaðili hjá Vinnueftirlitinu tryggjum við að greiningar og úttektir fari fram samkvæmt viðurkenndum gæðaviðmiðum og faglegri bestu framkvæmd.

Úttektir, rýnifundir og samtöl skapa betri yfirsýn og leiða til úrbótaáætlunar sem virkar í praktík. Með markvissri vinnuvernd og nálgun Mental er stuðlað að vinnustaðamenningu þar sem fólk þrífst og fyrirtækið styrkist, til lengri tíma.

Vinnuvernd


Vinnuvernd snýst um að tryggja að vinnuumhverfi sé skipulagt, heilbrigt og sanngjarnt, þannig að starfsfólk geti unnið af öryggi og án óþarfa álags. Hún felur í sér að greina þarfir og áskoranir í daglegu starfi og skapa umgjörð sem styður við jafnvægi, fagleg vinnubrögð og sjálfbæran rekstur.

Hjá Mental ráðgjöf leggjum við áherslu á mannlega nálgun í vinnuvernd. Við hjálpum fyrirtækjum að byggja upp skýra og styðjandi umgjörð sem eflir vellíðan, bætir samskipti og styrkir ábyrgð í daglegu starfi grunnurinn að heilbrigðum og árangursríkum vinnustað til framtíðar.


Markmiðið er ekki aðeins að uppfylla skyldur vinnuverndarlaga heldur að skapa raunverulegar umbætur í daglegum samskiptum og vinnuumhverfi.

Mental ráðgjöf er viðurkenndur þjónustuaðili hjá Vinnueftirlitinu.



Markmið

Að styðja vinnustaði í að skapa heilsusamlegt, öruggt og uppbyggilegt starfsumhverfi þar sem líðan og samskipti eru í fyrirrúmi.

Helstu atriði

Við skoðum sálfélagslega þætti eins og álag, samskipti, skipulag og stuðning, auk þeirra verndandi þátta sem styrkja menningu og teymi.

Innsýn & færni

Greiningin veitir skýra mynd af raunverulegri upplifun starfsfólks og hjálpar stjórnendum að sjá hvað skiptir mestu máli fyrir líðan og árangur.

Af hverju?

Vinnustaðir sem sinna sálfélagslegri vinnuvernd af festu byggja upp sterkari menningu, betra traust, minni fjarveru og meiri vellíðan til lengri tíma.
 
Andlegar áskoranir starfsfólks eru algengar. 
Þær hafa áhrif á starfsfólkið og fjölskyldur þeirra, vinnustaði og samfélög.
Það er lykilatriði fyrir vinnuveitendur að skilja bæði verndandi þætti og áhættuþætti fyrir andlega erfiðleika í vinnuumhverfinu.
World Health Organization (WHO). Mental health policies and programmes in the workplace.

Rýnifundur stjórnenda

vitund, greining og lausnir

Rýnifundir stjórnenda eru oft fyrsta og mikilvægasta skrefið í að greina stöðu vinnustaðarins og skilja hvaða þættir hafa áhrif á geðheilbrigði, líðan og samskipti í daglegu starfi. Þeir sameina fræðslu, umræðu og rýni og gefa skýra mynd af því hvernig stjórnendur upplifa áskoranir, tækifæri og eigin hlutverk í að skapa heilbrigt vinnuumhverfi.

Fundurinn hefjast með fræðslu sem byggir upp vitund og sameiginlegan skilning á geðheilbrigði á vinnustöðum og áhrifum líðanar á árangur, samskipti og menningu. Í framhaldinu leiðir ráðgjafi umræðu meðal stjórnenda sem ætlað er að varpa ljósi á helstu áskoranir og hvað stjórnendur telja raunhæft og nauðsynlegt að gera næst.

Að loknum fundi tekur ráðgjafi Mental saman helstu niðurstöður, tillögur stjórnenda og næstu skref sem byggja brú milli greiningar og raunverulegra aðgerða.

Markmið

Að tryggja sameiginlega sýn stjórnenda á stöðu vinnustaðarins, helstu áskoranir og næstu skref. Markmiðið er að skapa skýra mynd af því sem raunverulega hefur áhrif á líðan, samskipti og árangur. 

Helstu atriði

2 - 3 klst rýnifundur sem byggir á blöndu af fræðslu og umræðu leiddri af ráðgjafa. Slíkir fundir draga gjarnan það fram sem gögn og kannanir ná ekki alltaf fram: upplifun stjórnenda, hindranir í daglegu starfi og hvaða lausnir þeir telja raunhæfar og árangursríkar. 


Innsýn & færni

Stjórnendur öðlast hagnýta færni í að ræða geðheilbrigði, líðan og áskoranir af öryggi og fagmennsku. Þau læra að greina áhættuþætti, deila ábyrgð og nálgast lausnir á uppbyggilegan hátt. 

Afurð

Í kjölfar vinnustofunnar sendir Mental ráðgjafi frá sér niðurstöður ásamt tillögum að næstu skrefum og setur lausnir stjórnenda í samhengi við alþjóðlegar leiðbeiningar. 
 
Það er mikilvægt að greina hvaða áskoranir eru tengdar andlegri líðan á vinnustöðum, hver áhrif þeirra og kostnaður eru og hvaða ávinning aðgerðir til eflingar geðheilbrigðis geta haft. Slík greining er lykilatriði til að tryggja breiðan stuðning þegar rök færð eru fyrir því að þróa áætlun um aðgerðir í geðheilbrigðismálum á vinnustað.
World Health Organization (WHO). Mental health policies and programmes in the workplace.

Rýnihópar & rýniviðtöl


Sértækustu úttektir Mental byggja á rýnihópum eða rýniviðtölum eða blöndu af hvoru tveggja.

Rýnihópar (fyrir starfsfólk eða stjórnendur) draga fram sameiginleg sjónarmið, mynstur og áskoranir í vinnuumhverfinu. Rýniviðtöl veita dýpri og einstaklingsbundnari innsýn og henta vel þegar kafa þarf ofan í tiltekin málefni.

Ráðgjafar Mental meta í samráði við mannauðsteymi eða stjórnendur hvaða nálgun hentar best fyrir hverja úttekt. Við matið er horft til fyrirliggjandi gagna, markmiða úttektarinnar og vinnustaðamenningar.

Markmið

Að fá opinskáa og djúpa innsýn frá starfsfólki og/eða stjórnendum um það sem styrkir vinnustaðinn og það sem hamlar. Markmiðið er að greina raunverulegar áskoranir, mynstur og tækifæri sem gögn ein og sér ná ekki að afhjúpa.

Helstu atriði

Stýrð umræðuvinna með ráðgjafa
Spurningar eftir fyrirfram ákveðinni forskrift / spurningaramma
Viðtöl 1 klst löng
Hópaumræða 1.5-2 klst löng
Þátttakendur fá rými til að tjá sig af öryggi og trúnaði

Rýnihópar

Ef vinnumenningin styður opnar umræður eru rýnihópar (8–10 manns) áhrifarík leið til að greina áskoranir. Mental heldur yfirleitt 2–3 hópa, en fjöldinn fer eftir vinnustaðnum.

Rýniviðtöl

Rýniviðtöl veita dýpstu innsýnina og henta þegar farið er ofan í saumana á málum. Ef rýnihópar eru einnig nýttir þarf færri viðtöl, en saman veitir slík tvenna enn meiri dýpt.
 
Í ljósi mikils kostnaðar sem fylgir neikvæðri geðheilsu á vinnustað eru sterk efnahagsleg rök fyrir því að vinnuveitendur fjárfesti í aðgerðum til að bregðast við áhættuþáttum og þannig draga úr kostnaði. Fjárhagsleg greining okkar sýnir að aðgerðir vinnuveitenda til að bæta geðheilsu starfsfólks skila að jafnaði £5 í ávinning fyrir £1 sem varið er. Niðurstöðurnar undirstrika mikilvægi snemmtækrar íhlutunar og forvarna. 
Deloitte UK (2022). The case for investment in workplace mental health.

Úttektir

Úttektir gefa vinnustöðum skýra og óbjagaða mynd af raunverulegri stöðu. Með því að sameina rafrænar kannanir, greiningu á fyrirliggjandi gögnum og samtöl við stjórnendur og starfsfólk má fá hlutlausar upplýsingar um það sem vel er gert en einnig þær áskoranir sem eru líklegar til að hafa neikvæð áhrif á líðan, samskipti og árangur vinnustaðarins. Þessi heildarsýn, sem erfitt er að ná með öðrum hætti, gefur skýra og hlutlausa mynd af því hvar möguleg tækifæri liggja, hvað þarf að styrkja og hvað er þegar sterkt í menningunni.

Úttektir styðja við gagnadrifna ákvarðanatöku í mannauðsmálum og tryggja að aðgerðir byggi á gögnum í stað tilfinninga eða tilgátna. Þetta gerir vinnustöðum kleift að bregðast fyrr við álagi, samskiptaerfiðleikum, ójafnvægi í dreifingu verkefna eða öðrum sálfélagslegum áhættuþáttum áður en þeir leiða til kostnaðarsamra og tímafrekra áskorana. 

Sem viðurkenndur þjónustuaðili hjá Vinnueftirlitinu tryggjum við að greiningar og úttektir fari fram samkvæmt viðurkenndum gæðaviðmiðum og faglega bestu starfsvenjum.

Markmið

Að veita vinnustaðnum skýra, hlutlausa og gagnadrifna mynd af stöðunni. Úttektin hjálpar til við að greina styrkleika, helstu áskoranir og tækifæri til úrbóta áður en vandamál magnast.

Tiltæk gögn

Ráðgjafi rýnir í fyrri úttektir, starfsmannapúlsa, viðverugögn, starfsmannaveltu, stjórnendarýni o.s.frv. Við látum gögnin þín tala!

Rafræn könnun

Stutt og markviss könnun gefur  starfsmönnum rödd, tryggir hlutleysi og skapar skýra mynd af upplifun, líðan og helstu sálfélagslegum áhættuþáttum. Niðurstöðurnar þjóna jafnframt sem árangursmælikvarði fyrir framtíðarúrbætur og eftirfylgni.

Samtöl & Viðtöl

Rýnihópar, rýniviðtöl og rýnifundir veita skýra og dýpri innsýn í upplifun einstaklinga. Þær aðferðir skapa traustan grunn fyrir markvissar og raunhæfar aðgerðir.