Geðheilbrigði á vinnustað er góður bissness

Í endalausri leit minni að rannsóknum og upplýsingum um þá vinnu að efla geðheilbrigði á vinnustöðum rakst ég á frábæra skýrslu sem Deloitte gaf út í janúar 2020 með niðurstöðum afar áhugaverðrar úttektar. Markmið úttektarinnar var að greina niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið á arðsemi fjárfestinga fyrirtækja í geðheilbrigði á vinnustöðum. Úttektin er raunar uppfærsla á fyrri úttekt sem fyrirtækið framkvæmdi árið 2017.

https://www2.deloitte.com/uk/en/pages/consulting/articles/mental-health-and-employers-refreshing-the-case-for-investment.html

Það er okkur hjá Mental afar hvetjandi að lesa skýrslu á borð við þessa sem gefa okkur hugmynd um að þær aðferðir sem Mental leggur til í þessum málum eru ekki aðeins byggðar á alþjóðlega viðurkenndum leiðbeiningum heldur eru, svo að við leyfum okkur að sletta aðeins, afar góður bissness!

Niðurstöður og þær leiðir og aðferðir sem Mental leggur til, skila árangri. Að meðaltali geta fyrirtæki vænst þess að fá arðsemi upp á 5.2 : 1 (5$ í arðsemi fyrir hvern 1$ sem varið er í fjárfestingu). Þau verkefni sem skila minnstri arðsemi skila svo litlu sem 0.5 : 1 á meðan þau verkefni sem mestu skila hafa arðsemi upp á 11 : 1.

Í greiningu Deloitte er lögð áhersla á að verkefnum á sviði geðheilbrigði innan fyrirtækja er ekki síst ætlað að draga úr kostnaði sem tengist geðvanda starfsfólks og felst í eftirfarandi:

  • Starfsfólk sem mætir til vinnu þrátt fyrir geðvanda sem leiðir til minnkandi framleiðni og tapaðra tekna (presenteeism)
  • Kostnaði við veikindafjarvistir – skammtíma- og langtímafjarvistir
  • Kostnaði vegna aukinnar starfsmannaveltu

Þau verkefni sem skila mestri arðsemi fela, skv. úttekt Deloitte, gjarnan eftirfarandi í sér:

  • Stórfelldar breytingar á menningu eða átaksverkefni sem ætlað er að styðja við mikinn fjölda starfsfólks
  • Áhersla á forvarnir og fræðslu fyrir starfsfólk og að byggja upp seiglu og meðvitund um einkenni meðal starfsfólks og stjórnenda
  • Skimunaraðferðir (spurningalistar) til að nálgast það starfsfólk sem er í mestri þörf fyrir stuðning

Niðurstöður Deloitte benda til þess að mikilvægast sé að huga að:

  • Snemmtækum inngripum í vanda fólks með forvörnum, fræðslu, þjálfun fyrir stjórnendur og skimunarleiðum til að nálgast fólk í mikilli þörf fyrir stuðning
  • Langtímaverkefnum þar sem lögð er áhersla á aðgerðir sem ná yfir allt fyrirtækið en veita sértækum áhættuhópum frekari þjálfun og fræðslu
  • Tæknivæddum lausnum í velferðarþjónustu, til að minnka kostnað
  • Ópersónugreinanlegum leiðum fyrir starfsfólk til að sækja sér stuðning og (sálfræði)þjónustu
  • Greiningar- og skimunartól (spurningalista) til að tryggja að stuðningur við starfsfólk sé byggður á raunverulegri þörf fyrir þjónustu

Deloitte býður upp á eftirfarandi leiðbeiningar um það hvernig best er að ná árangri í átt að bætti geðheilsu starfsfólks og minnkandi kostnaði tengdum henni:

  • Notast skal við upplýsingar og víðtækargreiningaraðferðir til að taka út, fylgjast með og greina stöðu / frammistöðu fyrirtækisins í málefnum tengdum geðheilbrigði starfsfólks
  • Notast skal við greiningaraðferðir (viðtöl, greiningu á upplýsingum, kannanir) til að skilja hvaða þættir skýra fjarvistir og minnkandi framleiðni og grípa til aðgerða til að bregðast við þeim
  • Takast á við fordóma og bæta meðvitund um geðheilbrigði með áherslu á forvarnir og fræðslu til stjórnenda og starfsfólks
  • Veita skal aukinn stuðning í gegnum þjálfun og fræðslu til stjórnenda og starfsfólks
  • Ganga úr skugga um að (sálfræði)stuðningur sé viðeigandi fyrir og aðgengilegur ungu fólk
  • Vinna stefnumótandi og til langs tíma að því að bæta geðheilbrigði á vinnustað
    • Bent er á að til eru alþjóðlegar leiðbeiningar um hvernig það skuli gert og eru þær byggðar á gagnreyndum aðferðum

Fjárfesting í geðheilbrigði er góður bisness. Með því að hafa samband við okkur hjá Mental ert þú að taka mikilvæg skref í því að verða leiðandi á þessu sviði. Fáðu okkur í heimsókn og við kynnum fyrir þér Mental nálgunina.

Helena