Við erum Mental

Mental sýn

Með Mental vinna fyrirtæki að því að setja fólk og líðan þess í fyrsta sæti. Við vinnum fyrir fólk og fyrirtæki í að skapa og næra stefnumótandi og sjálfbæra menningu sem eflir geðheilsu á vinnustöðum. 

Við vinnum að heildstæðri nálgun með áherslu á geðheilbrigði – við trúum ekki á plástra og skyndilausnir

Við vinnum með aðferðir sem studdar eru með rannsóknum og vísun í alþjóðlega viðurkenndar aðferðir

Við kunnum okkar fag. Reynsla okkar í rekstri, stjórnun og ráðgjöf ásamt fagmenntun skilar okkur og þér langt

Við þekkjum fólk og leggjum mikið upp úr því að virkja og styðja sterkt og víðtækt tengslanet þar sem Mental hefur áhrif og verður fyrir áhrifum af öðrum

Við erum skemmtileg og lífleg og nálgumst fólk og verkefnin af hlýju og virðingu. Það er gaman að vinna með okkur

Við förum ótroðnar slóðir og þorum að vera öðruvísi. Við viljum breyta. Við ætlum okkur að breyta!

Mental teymið

Helena Jónsdóttir

Helena Jónsdóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri Mental. Hún er klínískur sálfræðingur með áralanga reynslu sem slíkur.

Í störfum sínum undanfarin 25 ár hefur Helena öðlast víðtæka reynslu á ólíkum sviðum rekstrar, stjórnunar og nýsköpunar. Hún hefur borið ábyrgð á því að setja ný verkefni á laggirnar, stýrt stórum sem smáum nýsköpunar- og þróunarverkefnum, unnið að umbreytingu á menningu og starfsháttum í fyrirtækjum, stýrt mannmörgum sölu- og þjónustudeildum, unnið sem framkvæmdastjóri sálfræðiþjónustu með fólki frá ólíkum menningarheimum, stjórnað móttöku fyrir sálfræðiþjónustu í flóttamannabúðum í miðjum frumskógi og komið sem ráðgjafi að vinnu í tugum fyrirtækja í ólíkum greinum. Svo var hún skólastýra í eitt ár. Eitthvað sem hana dreymdi aldrei um að hún þyrði, vildi eða gæti.

Lísa Hafliðadóttir

Lísa er verkefnastjóri og ráðgjafi Mental. Hún ef meistari í lýðheilsuvísindum og með BS gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands. 

Lísa starfaði í áratug við aðhlynningu aldraðra ásamt því að vera stuðningsaðili fyrir fólk með geðraskanir. Lísa starfaði um árabil sem flugfreyja og undanfarin 5 ár hefur hún starfað sem grunnskólakennari.

Ástríða Lísu liggur í heilsu og heilbrigðum lífstíl í leik og starfi en þar spilar að hennar mati jafnvægi á milli vinnu og einkalífs lykilhlutverk.

Hilja

Hilja er ráðgjafi Mental og sérfræðingur okkar í mannauðsstjórnun. Hún er með tvöfaldur meistari í kennslufræði og í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði.

Hilja á að baki áralanga reynslu sem fyrirlesari og ráðgjafi á sviði forvarna og sem höfundur kennsluefnis fyrir Menntamálastofnun, um kynheilbrigði og um andlega og félagslega heilsu. Hún hefur starfað sem kennari til fjölda ára og komið að ýmissi fræðslu er varðar kynheilbrigði, mörk og samskipti. 

Hilja hefur einlægan áhuga á samskiptum, samskiptamynstrum og áhrif menningar og uppruna á bæði samskipti og upplifun.  Að hennar mati geta heilbrigð samskipti bæði stuðlað að vexti og þróun einstaklinga sem og fyrirtækja. 

Þetta byrjaði allt með stofnandanum og hennar fjölbreytta og óhefðbundna starfsferli.

Helena Jónsdóttir er klínískur sálfræðingur með áralanga reynslu í rekstri og ráðgjöf. Auk þess að veita sálfræðiþjónustu um árabil hefur Helena stýrt geðheilbrigðismálum víða í Mið-Austurlöndum og Afríku, starfað við rannsóknir, ráðgjöf og verkefnastjórnun og verið framkvæmdastjóri í fjármálafyrirtæki. Helena er einn af stofnendum og fyrsti skólastjóri Lýðskólans á Flateyri.

Þessi fjölbreytta reynsla hefur leitt hana að því að helga sig geðheilbrigði á vinnustöðum með stofnun Mental. Þar kemur þetta allt saman: traust fræðileg undirstaða, kraftur og hlýja og vilji til að fara ótroðnar slóðir til að ná háleitum markmiðum:

  • Að gjörbylta því hvernig við tölum um og tökumst á við geðheilsu á vinnustöðum
  • Að fyrirtæki setji starfsfólkið og geðheilsu þess í fyrsta sæti
  • Að fyrirtæki hafi skýra sýn í geðheilbrigðismálum á vinnustöðum

Með stofnun og rekstri Mental mun Helena virkja víðtækan bakgrunn sinn og ástríðu fyrir málefninu til að vinna með fyrirtækjum og stofnunum að því að verða hluti af lausninni í aðsteðjandi geðheilbrigðisvanda og laða fram alvöru breytingar.

Uppruni Mental

  • Við vinnum að því að gjörbylta því hvernig við tölum um og tökumst á við geðheilsu á vinnustöðum
  • Við vinnum að því að fyrirtæki og stjórnendur setji starfsfólkið og geðheilsu þess í fyrsta sæti
  • Við aðstoðum fyrirtæki við að afla sér upplýsinga um ýmsa þá þætti í vinnufyrirkomulagi, menningu og stjórnun sem líklegir eru til að hafa áhrif á geðheilbrigði, frammistöðu og árangur fyrirtækisins
  • Við vinnum með fyrirtækjum að því að þau setji sér geðheilsustefnu sem byggir á haldgóðum upplýsingum og samvinnu við starfsfólk
  • Við vinnum með fyrirtækjum að þau setji fram áætlun um aðgerðir og tryggja áhrifaríkar leiðir til að styðja við geðheilbrigði og vellíðan starfsfólks
  • Við þjálfum og fræðum stjórnendur og styðjum þá í að bera kennsl á, bregðast við og viðhalda geðheilbrigði síns starfsfólks
  • Við tökum þátt í og hvetjum til umræðu á opinberum vettvangi um geðheilbrigði á vinnustöðum

Mental markmið

Vitnisburður ánægðra viðskiptavina

Við erum að rifna úr stolti að fá að vinna með þessum framsæknu fyrirtækjum sem ryðja brautina í átt að geðheilbrigðari vinnustað

„Við á Hvíta húsinu unnum með ráðgjöfum Mental að því að móta geðheilsustefnuna okkar. Ferlið var allt mjög faglega unnið og vel haldið utan um alla þræði, hvort sem var í undirbúningi, framkvæmd eða eftirfylgni. Starfsfólk gaf verkefninu góða endurgjöf og það hafði jákvæð áhrif á vinnustaðinn. Ég get heilshugar mælt með Mental.“
Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Hvíta húsið
„Nýlega nutum við hjá Dögum þeirrar ánægju að vinna með Mental Ráðgjöf og ég verð að segja að reynslan var alveg einstök. Samstarfið í gegnum ráðgjafarferlið var mjög gott og var fagmennska þeirra og skuldbinding til að veita fyrsta flokks ráðgjafaþjónustu augljós. Öll samskipti voru til fyrirmyndar og voru ráðgjafarnir greiðviknir og sveigjanlegir, sem gerði það auðvelt fyrir okkur að vinna þessa vinnu saman. Ég mæli eindregið með Mental Ráðgjöf fyrir alla sem leita eftir faglegri ráðgjöf um geðheilbrigði á vinnustöðum.“
Signý Jóna Tryggvadóttir, fræðslustjóri Dagar
„Við hjá Domino’s fengum Mental til okkar á stjórnendadag með fræðslu um geðheilbrigði á vinnustað. Fræðslan var vönduð og áhugaverð og opnaði augu stjórnenda fyrir því hvernig er hægt að huga að góðri geðheilsu hjá starfsfólki sem og okkur sjálfum. Fræðslan var gott skref í að opna á umræðuna um geðheilbrigðismál innan fyrirtækisins.“
Bylgja Björk Pálsdóttir, mannauðsstjóri Dominos
„Við hjá Tixly fengum Helenu og Lísu frá Mental ráðgjöf til að hjálpa okkur að útbúa sérsniðna geðheilbrigðisstefnu sem myndi endurspegla gildi Tixly. Með því að sækja sér þekkingu á Tixly hafa þau, með sérþekkingu sinni á málefninu, gefið öllum starfsmönnum tækifæri á að aðstoða við þessa vinnu og erum við gífurlega ánægð með vinnuna sem þau hafa unnið nú þegar. Ég myndi mæla með Mental við öll þau fyrirtæki sem vilja skapa heilsusamlegt umhverfi á vinnustaðnum sínum.“
Þórir Jökull Finnbogason, fjármálastjóri Tixly
Previous slide
Next slide