Geðheilsustefna

Með því að setja sér geðheilsustefnu lýsa fyrirtæki því hvernig þau ætla að skapa sér og starfsfólki sínu vinnuskilyrði sem setja geðheilsu starfsfólks í fyrsta sæti. 

Geðheilsustefna byggir á niðurstöðum úttektar á geðheilbrigði fyrirtækisins. Í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk setja fyrirtæki sér skýra sýn og leikreglur um það hvernig geðheilsa og vellíðan starfsfólks eru sett í fyrsta sæti. Stefnan felur í sér skýr markmið og aðgerðir sem ætlað er að veita umgjörð og tryggja áhrifaríkar leiðir til að auka vellíðan starfsfólks og skapa og næra styðjandi og sjálfbæra menningu sem eflir geðheilsu á vinnustöðum. Ábyrgð stjórnenda í innleiðingu og framfylgd stefnunnar er skýr auk þess sem starfsfólk fær haldbærar upplýsingar um hvernig nálgast skuli þessi mál á vinnustaðnum.