Úttekt á geðheilbrigði og sálrænu öryggi fyrirtækja

Úttekt Mental gerir fyrirtækjum kleift að greina geðheilbrigði og sálrænt öryggi vinnustaðarins og gefa stjórnendum og starfsfólki fyrirtækja mikilvægar upplýsingar til að takast á við áskoranir og aðsteðjandi vanda á áhrifaríkan og gagnreyndan hátt. 

Úttekt hefst með fundum með stjórnendum stjórnendur og rýniviðtölum við starfsfólk. Niðurstöður viðtala eru notaðar til að móta spurningalista fyrir könnun á geðheilbrigði og tryggja þannig að í könnun sé spurt um þá þætti sem eru sértækir og aðkallandi fyrir hvert fyrirtæki. 

Með könnun á geðheilbrigði fá fyrirtæki mikilvægar upplýsingar um geðheilsu starfsfólks og tengsl við ýmsa þá þætti í vinnufyrirkomulagi, menningu og stjórnun sem líklegir eru til að hafa áhrif á geðheilbrigði, frammistöðu og árangur fyrirtækisins. 

Að lokum er mikilvægt að  tengja markmið og mælingar á árangri af geðheilsustefnu við lykiltölur í rekstri og starfsmannastjórnun. Í samvinnu við stjórnendur vinna ráðgjafar Mental að því að skilgreina þær lykiltölur sem mikilvægar eru þeirra fyrirtæki og ákveða hvaða lykiltölur skulu notaðar í því skyni að fylgjast með árangri af þeim aðgerðum sem farið er í og verkefninu í heild sinni.