Mental aðferðir

Mental nálgun

Við trúum ekki á skyndilausnir. Plástra sem settir eru á þegar krísur koma upp. Einstaka fyrirlestra á starfsmannadegi eða úttektir og skýrslur sem safna ryki ofan í skúffu.

Hvar sem þitt fyrirtæki er statt í því að bæta geðheilsu á vinnustaðnum munu okkar sérfræðingar vinna með þér og hanna áætlun sem er sniðin að þínum einstökum þörfum og áskorunum.

Fyrirtæki sem við vinnum fyrir ná þremur mikilvægum áföngum í leið sinni að bættri geðheilsu á vinnustaðnum:

Skýr sýn

Stefna og markmið sem veita umgjörð og tryggja áhrifaríkar leiðir til að styðja við vellíðan starfsfólks

Aðgerðir

Fræðsla, þjálfun og handleiðsla til að fyrirbyggja og takast á við vanlíðan starfsfólks

Árangur

Reglulegar mælingar, endurskoðun og viðhald á geðheilsustefnu

Mental þjónusta

Hjá Mental vinnum við með starfsfólki og stjórnendum fyrirtækja að því að þau setji sér geðheilsustefnu sem byggir á samvinnu stjórnenda og starfsfólks.

Mental sér um fræðslu sem ætlað er að opna á umræðu og efla starfsfólk í að taka ábyrgð á eigin geðheilsu og samstarfsfólks.

Mental aðstoðar stjórnendur við að setja upp ferli með skýrum boðleiðum fyrir fólk með geðvanda. Stjórnendur og starfsfólk fær fræðslu, þjálfun og handleiðslu í að þekkja einkenn geðvanda og bregðast við áður en krísur koma upp.

Með reglulegum mælingum tryggir Mental að geðheilsustefnan sé lifandi og taki á málum sem brenna á hverju sinni.

Hjá Mental trúum við því að saman náum við árangri og að vinnan geti raunverulega verið góð fyrir geðheilsuna. 

Úttekt - sálrænt heilbrigði fyrirtækja
Geðheilsustefna
Aðgerðaáætlun
Eftirfylgni og árangursmælingar