Efnisyfirlit
Stefnur og sáttmálar
Hjá Mental ráðgjöf leggjum við metnað í að styðja vinnustaði við að móta skýrar stefnur og sáttmála sem stuðla að andlegri vellíðan, heilbrigðum samskiptum og sterkri vinnustaðamenningu. Með því að vinna markvisst að mótun geðheilsustefnu, viðverustefnu eða samskiptasáttmála hjálpum við vinnustöðum að skapa umgjörð sem stuðlar að jafnvægi, heilbrigði og langtímaárangri.
Geðheilsustefna er hjartað í okkar vinnu. Hún er mikilvægur rammi sem miðar að því að efla geðheilbrigði á vinnustað með skýrri stefnumörkun og markvissri aðgerðaáætlun. Allar okkar stefnur og sáttmálar eru unnir í nánu samstarfi við stjórnendur og starfsfólk vinnustaða. Við sjáum um allt skipulag, undirbúning og eftirvinnslu og tryggjum að niðurstaðan sé hagnýt, skýr og framkvæmanleg. Að sama skapi tryggjum við að ferlið sé gagnsætt, valdeflandi og sniðið að þörfum hvers vinnustaðar. Með því að móta skýrar stefnur og sáttmála styrkja vinnustaðir ekki aðeins innviði sína heldur leggja grunn að heilsusamlegu og árangursríku starfsumhverfi þar sem hver og einn getur blómstrað.
Með aðstoð Mental er ekki aðeins hægt að mæta áskorunum dagsins í dag heldur byggja upp sjálfbæran og samfélagslega ábyrgan vinnustað.
MENTAL RÁÐGJÖF
Geðheilsustefna
Geðheilsustefna er umgjörð sem miðar að því að skapa vinnuumhverfi sem styður og eflir geðheilbrigði og stuðlar um leið að árangri og andlegri vellíðan stjórnenda og starfsfólks. Með geðheilsustefnu er ekki síst ætlunin að setja fram skýr markmið og aðgerðaáætlun sem tekur til ólíkra þátt sem úttekt bentir til að nauðsynlegt sé að huga að.
Í vinnu við þróun geðheilsustefnu er stofnaður vinnuhópur einstaklinga úr starfsliði og stjórnendahópi vinnustaðarins en ráðgjafi Mental sér um allt skipulag, undirbúning og eftirvinnslu og tekur að sér hlutverk „ritstjóra“ stefnunnar.
Þegar geðheilsustefna er „útskrifuð“ úr vinnuhópi er hún kynnt fyrir stjórnendum og hún rýnd og yfirfarin áður en hún er samþykkt. Miklu skiptir hér að stjórnendur hafi yfirsýn yfir þær aðgerðir, úrbætur og breytingar sem lagt er til að ráðist verði í og séu tilbúin til að skuldbinda sig til þeirrar vinnu sem það kann að útheimta, hvort sem vinnan verður unnin af ráðgjöfum Mental, stjórnendum, öðru starfsfólki skólans eða öðrum þjónustuaðilum/ráðgjöfum.
Markmið
Helstu atriði
Aðgerðir
Innleiðing
Geðheilbrigði er gríðarlega mikilvægt lýðheilsumál sem snertir alla. Þess vegna tókum við hjá Tixly þá ákvörðun að fá Mental Ráðgjöf til liðs við okkur við mótun sérsniðinnar geðheilbrigðisstefnu sem endurspeglar gildi okkar og þarfir. Mental Ráðgjöf nýtti sérþekkingu sína til að fá innsýn í starfsemi Tixly og skapa þannig stefnu sem sameinar sjónarmið starfsfólks og styrkir vinnumenningu okkar. Ferlið hefur ekki aðeins veitt okkur dýpri skilning á málefninu heldur líka tækifæri til að taka sameiginlega ábyrgð á heilsusamlegu starfsumhverfi. Við hvetjum önnur fyrirtæki, óháð atvinnugreinum, til að grípa til aðgerða og leggja sitt af mörkum til bættrar lýðheilsu—geðheilbrigði er mál sem við öll getum lagt okkar af mörkum til að styrkja.
- Sindri Már Hannesson, marketing director at Tixly (tix.is)
MENTAL RÁÐGJÖF
Viðverustefna
Viðverustefna (e. attendance policy) lýsir því hvernig vinnuveitandi nálgast málefni eins og fjarveru vegna veikinda, leyfi, og önnur tilvik þar sem starfsmaður er fjarverandi frá vinnu.
Viðverustefna skapar skýran ramma fyrir starfsfólk og stjórnendur um viðbrögð við fjarveru frá vinnu og er ætlað að tryggja sanngirni og jafnræði. Þá er ekki síst markmiðið að styðja starfsfólk við að leysa úr áskorunum sem hafa áhrif á viðveru og/eða vellíðan og draga þannig úr fjarveru frá vinnu.
Markviss viðverustefna með umhyggju að leiðarljósi styður stjórnendur og starfsfólk í að bregðast við starfsaðstæðum sem kunna að draga úr getu til að viðhalda jafnvægi milli vinnu og einkalífs, jöfnu álagi eða ánægju í leik og starfi.
Með viðverustefnu gefst tækifæri til að eiga samtöl um málefni er snerta vellíðan okkar, starfsaðstæður, upplifun og heilsu.
Markmið
Viltu endurgjöf?
Vantar stefnu?
Innleiðing & þjálfun
Við hjá Umboðsmanni skuldara unnum með Hilju frá Mental ráðgjöf að því að skapa okkur samskiptagildi til að hafa að leiðarljósi í samskiptum og samvinnu. Þessi samskiptagildi hafa skapað skýrar væntingar og viðmið um samskipti og styrkt samstöðu hópsins. Að auki aðstoðaði Hilja okkur við að móta kjarnagildi Umboðsmanns skuldara með því markmiði að skapa skýra framtíðarsýn og skerpa um leið á því sem við hjá Umboðsmanni skuldara viljum standa fyrir og áorka. Þessi vinna var mjög gefandi og mikill ávinningur fyrir embættið. Hilja stóð sig mjög vel og hélt verulega vel utan um verkefnið.
- Ásta S. Helgadóttir, Umboðsmaður skuldara
MENTAL RÁÐGJÖF
Samskipta-sáttmáli
Samskiptasáttmáli er öflugt tæki þar sem samstarfsfólk sammælist um hvaða gildi og viðmið þau vilja viðhafa í samskiptum sín á milli með það að markmiði að hafa jákvæð áhrif á samskiptamáta og vinnustaðamenningu.
Mikilvægt er að samskiptasáttmáli sé unninn af starfsfólki og stjórnendum og sé í samræmi við kjarnagildi vinnustaðar.
Með innleiðingu samskiptasáttmála fær starfsfólk í hendur og sammælist um tiltekin leiðarljós og mörk í samskiptum, sem auðveldar þeim að viðhafa opin, hreinskiptin og heilbrigð samskipti á vinnustað. Með slíkum sáttmála er enn frekar tryggt að stefna vinnustaðar sé skýr og aðgengileg ásamt því sem hlúð er að heilbrigðum samskiptum og stuðlað að jákvæðri vinnustaðamenningu.
Mótun samskiptasáttmála felur í sér fjóra vinnufundi með ráðgjafa Mental og samanstanda þeir vinnufundir af fræðslu, umræðum og verkefnavinnu. Afurð slíkrar vinnu er síðan fullunninn sáttmáli og aukin samskiptafærni starfsfólks.
Markmið
Helstu atriði
Innsýn og færni
Af hverju?
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins fékk Hilju frá Mental ráðgjöf til að koma inn með vinnustofu þar sem starfsmannahópurinn mótaði sér samskiptasáttmála og voru vinnubrögðin til fyrirmyndar. Gott er fyrir fyrirtæki að móta sér reglur um samskipti á vinnustað þar sem allir koma að málum. Sáttmálinn hefur eflt vinnustaðinn og styrkt samstöðu hópsins. Við mælum eindregið með Mental ráðgjöf.
- Hildur Betty Kristjándsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins