💛 Gulur september 💛
Gulur september er mánuðurinn sem minnir okkur á mikilvægi geðheilbrigðis. Það á ekki bara við um einstaklinga heldur líka vinnustaði, því vinnan er jú, stór hluti af lífi okkar.
Hún getur byggt okkur upp og gefið okkur tilgang, en hún getur líka orðið uppspretta streitu og vanlíðunar.
Spurningin er: Hvaða áhrif vill þinn vinnustaður hafa á andlega heilsu starfsfólks?
🌱 Af hverju skiptir þetta máli?
Rannsóknir sýna að vinnuumhverfið hefur bein áhrif á andlega líðan. Þættir eins og samskipti, vinnuálag, stjórnunarstíll og sveigjanleiki geta annaðhvort stutt við eða skaðað andlega heilsu starfsfólks.
Ef vinnustaður leggur áherslu á heilbrigða vinnumenningu, opna umræðu og stuðning, þá um leið eykst vellíðan, starfsánægja og árangur.
📚 Lausnir frá Mental ráðgjöf fyrir vinnustaði
Við hjá Mental ráðgjöf viljum að vinnustaðir hafi hagnýt verkfæri til að efla geðheilbrigði starfsfólks. Í tilefni af gulum september setjum við sérstakan fókus á fræðslu og lausnir sem geta haft raunveruleg áhrif:
- Fræðslur sem hreyfa við fólki
- Hvað ef vinnan væri góð fyrir geðheilsuna? – Hvaða áhrif hefur vinnan á andlega líðan starfsfólks og öfugt? Hagnýt nálgun að því hvernig vinnustaðir geta skapað jákvæð áhrif á andlega heilsu starfsfólks, sem og afköst, starfsánægju og helgun.
- Uppskrift að góðri geðheilsu – Skýr og framkvæmanleg skref fyrir einstaklinga og vinnustaði í að stuðla að aukinni andlegri vellíðan.
- Samskipti, sjálfstyrk hegðun og mörk – Menningarnæmni, mörk og ábyrgð okkar í samskiptum við hvert annað. Heilbrigðar samskiptavenjur stuðla að bættri andlegri líðan.
- Sálræn fyrsta hjálp – Einföld en áhrifarík leið til að bregðast við vanlíðan í samstarfi við starfsfólk.
- Geðheilsuátak (rafrænt eða á staðnum)
- 3 fræðslur
- Leikir, áskoranir og viðburðir til að virkja starfsfólk / stjórnendur og hvetja til opinskárrar umræðu
- Sveigjanleg lausn fyrir alla vinnustaði & hægt að innleiða hvar og hvenær sem er.
- Sálræn fyrsta hjálp (rafrænt námskeið – opnar 1. september)
- Aðgengilegt námskeið fyrir stjórnendur og starfsfólk sem er hægt að taka hvar og hvenær sem er !
- Styrkir færni einstaklinga til að koma auga á vanda í uppsiglingu og taka samtalið við starfsmann í vanda
📞 Taktu fyrsta skrefið í dag
Hvort sem þú vilt bóka fræðslu, hefja geðheilsuátak eða styrkja stjórnendur þína í sálrænni fyrstu hjálp, þá erum við hér til að styðja þig í vegferð þinni, og setja andlega heilsu á dagskrá í gulum september.
Hafðu samband og sjáðu hvernig við getum hjálpað þínum vinnustað í að verða enn eftirsóttari vinnustaður, vinnustaðurinn sem setur fólkið sitt í forgang.
Þú getur líka kíkt á rafræna vettvanginn okkar til að sjá hvað er í boði þar : Fara yfir á Rafrænan fræðsluvettvang Mental
💛 Gulur september – saman gerum við vinnustaðinn að uppbyggilegum stað fyrir alla.