Setjum fólk í fyrsta sæti!

Bob Chapman, forstjóri bandaríska stórfyrirtækisins, Barry-Wehmiller, er hetjan okkar. Og ætti að vera allra okkar hetja. Lesum hvað hann hefur að segja: 

„Starfsfólk er í okkar umsjá í 40 tíma á viku. Það þýðir að við sem leiðtogar höfum tækifæri til að vera 40 sinnum öflugri í því að gefa lífi fólks merkingu og tilgang. Við erum að kenna leiðtogum fyrirtækja að meginábyrgð þeirra séu fólkið í þeirra umsjá. Og það mun hafa gríðarleg áhrif á líf fólks“

Hjá BarryWehmiller er þessi stefna ekki aðeins í orði. Þetta er grunnurinn að gríðarlegri velgengni Barry-Wehmiller sem veltir um 3 milljörðum bandaríkjadala á ári og það án þess að setja sér eitt einasta hagnaðartengda markmið í rekstri. 

Hjá Mental viljum við að öll fyrirtæki séu og verði eins og Barry-Wehiller. Og við ætlum okkur að taka þátt í herferð Bobs að breyta viðskiptaheiminum, með þér! 

Saman ætlum við að gjörbylta því hvernig við tölum um og tökumst á við geðheilsu á vinnustöðum. Með því að aðstoða stjórnendur að setja fólkið sitt í fyrsta sæti.