Þegar „Hjúkket ég slapp!“ fer úr létti yfir í áfall...
Fyrir um viku síðan hélt ég kynningu fyrir félaga í Dokkan Iceland um uppsagnir, afleiðingar og hvaða aðrar leiðir eru mögulegar áður en til uppsagna kemur. Ég hef ákveðið að deila með ykkur nokkrum bútum. Hér er sá fyrsti :
Við tölum nær ávallt um uppsagnir út frá þeim sem missa starfið. En það gleymist stundum að stærsti hópurinn sem verður fyrir áhrifum eru þau sem halda starfinu, sér í lagi ef 2 eða fleirum er sagt upp á stuttu tímabili.
Heilkenni hins Hólpna (HHH) eða Layoff Survivor Syndrome (LSS) er raunverulegt fyrirbæri sem getur haft mikil og skaðleg áhrif á menningu, líðan, frammistöðu, sköpun og afköst starfsfólks. Og tölurnar eru ekkert grín:
🪫 74% þeirra sem héldu vinnunni eftir uppsagnir upplifa samdrátt í framleiðni.
🤕 77% sjá aukningu í villum og mistökum hjá samstarfsfólki.
😮💨 58% finna fyrir „sunnudagskvíða“, samanborið við 31% þar sem engar uppsagnir hafa átt sér stað.
Þetta er ...
ekki leti.
ekki viðkvæmni.
ekki vanhæfni.
Þetta er afleiðing tilfinningalegs áfalls og brestum í vinnumenningunni:
😶🌫️ Teymisandi og samheldni dalar þegar fólk missir nánustu samstarfsfélaga og traust til stjórnenda skerðist
😶🌫️ Aukið vinnuálag með færri bjargir
😶🌫️ Óöryggi og kvíði sprettur upp sem hefur áhrif á einbeitingu og orku
😶🌫️ „Sjálfsbjargarhegðun“ kemur fram, t.d. gæti starfsfólk farið að nota vinnutíma sinn í að pússa til ferilskrána.
Uppsagnir búa til ósýnilegar undiröldur sem fara um allan vinnustaðinn og áhrifin sjást í framleiðni, fjarveru, samvinnu, starfsánægju og trausti.
Hvað geta stjórnendur gert?
Aðgerðirnar sem skipta mestu máli eru einfaldar, mannlegar og mælanlegar, fylgstu með næstu færslum til að vita hvað stjórnendur geta gert !
Stay tuned 📻
