Þjónusta Mental ráðgjafar

Með Mental vinna fyrirtæki að því að setja starfsfólk og líðan þess í fyrsta sæti

Mental ráðgjöf

Mental ráðgjöf býður upp á margs konar lausnir fyrir vinnustaði, stjórnendur og starfsfólk.

Hér finnur þú helstu upplýsingar um þá þjónustu sem Mental veitir. Hvort sem það sé fræðsla, vinnustofur, vinnuvernd & úttektir, stefnugerð, gerð samskiptasáttmála, stjórnendahandleiðslu eða aðra sértæka þjónustu. 

Umsagnir viðskiptavina 

Mental Ráðgjöf nýtti sérþekkingu sína til að fá innsýn í starfsemi Tixly og skapa þannig stefnu sem sameinar sjónarmið starfsfólks og styrkir vinnumenningu okkar. Ferlið hefur ekki aðeins veitt okkur dýpri skilning á málefninu heldur líka tækifæri til að taka sameiginlega ábyrgð á heilsusamlegu starfsumhverfi. 

Við hvetjum önnur fyrirtæki, óháð atvinnugreinum, til að grípa til aðgerða og leggja sitt af mörkum til bættrar lýðheilsu því geðheilbrigði er mál sem við öll getum lagt okkar af mörkum til að styrkja.
Sindri Már Hannesson, marketing director at Tixly (tix.is)
Við hjá Umboðsmanni skuldara unnum með Hilju frá Mental ráðgjöf að því að skapa okkur samskiptagildi til að hafa að leiðarljósi í samskiptum og samvinnu. Þessi samskiptagildi hafa skapað skýrar væntingar og viðmið um samskipti og styrkt samstöðu hópsins.

Að auki aðstoðaði Hilja okkur við að móta kjarnagildi Umboðsmanns skuldara með því markmiði að skapa skýra framtíðarsýn og skerpa um leið á því sem við hjá Umboðsmanni skuldara viljum standa fyrir og áorka. Þessi vinna var mjög gefandi og mikill ávinningur fyrir embættið. Hilja stóð sig mjög vel og hélt verulega vel utan um verkefnið.
Ásta S. Helgadóttir, Umboðsmaður skuldara
„Við vorum hæstánægð með fræðsluna sem skilaði sér vel til allra. Starfsfólk er meðvitaðra um málefnið og fékk tækifæri til að ígrunda eigin kveikjur að streitu og streituviðbrögð."
Linda Rún A. Traustadóttir, leikskólastjóri
Við hjá Five Degrees fengum Hilju hjá Mental ráðgjöf til að koma og fjalla um samskipti, sjálfstyrka hegðun og mörk í lífi og starfi. Fræðslan veitti okkur einstaka innsýn í mikilvægi heilbrigðra samskipta og sjálfstyrkrar hegðunar, vakti okkur til umhugsunar um áhrif óheilbrigðra samskipta á vinnustaðamenningu og afköst og veitti okkur ákveðnar leiðir til að setja öðrum mörk og takast á við krefjandi samtöl. Þetta er algjörlega eitthvað sem allir vinnustaðir ættu að bjóða upp á.
Helga Gunnólfsdóttir, Mannauðsstjóri Five Degrees
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins fékk Hilju frá Mental ráðgjöf til að koma inn með vinnustofu þar sem starfsmannahópurinn mótaði sér samskiptasáttmála og voru vinnubrögðin til fyrirmyndar. Gott er fyrir fyrirtæki að móta sér reglur um samskipti á vinnustað þar sem allir koma að málum. Sáttmálinn hefur eflt vinnustaðinn og styrkt samstöðu hópsins. Við mælum eindregið með Mental ráðgjöf. 
Hildur Betty Kristjándsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins

stjórnendur hafa lokið þjálfun í forvarnargefandi aðgerðum

stjórnendur hafa lokið við þjálfun í viðverustjórnun

einstaklingar hafa komið í handleiðslu

hafa tekið þátt og haft aðgang að Geðheilsuátaki Mental

Viltu spjall?

Með því að hafa samband ert þú að taka mikilvæg skref að því að verða leiðandi á þessu sviði.

Heyrðu í okkur, fáðu okkur í heimsókn eða hittumst í rafrænum heimi og tölum um andlega vellíðan starfsfólks, geðheilbrigða vinnustaði og Mental nálgunina.