Vinnustofur og námskeið
Efnisyfirlit
Vinnustofur okkar hjá Mental ráðgjöf eru hannaðar með það að markmiði að styrkja stjórnendur og í sumum tilfellum starfsfólk, til að skapa vinnustaðamenningu sem byggir á heilbrigðum samskiptum, trausti og stuðningi við andlega heilsu. Á vinnustofunum vinnum við markvisst að því að efla þekkingu og færni þátttakenda, með áherslu á praktísk verkfæri sem nýtast í daglegu starfi. Við leggjum áherslu á samtal og samvinnu, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að spegla eigin reynslu og læra hvernig þeir geta stuðlað að bættri líðan og árangri innan vinnustaðarins.
Á vinnustofunum er einnig lögð áhersla á forvarnir og snemmbæran stuðning. Þátttakendur fá skýra sýn á hvernig þeir geta brugðist við áður en vandamál stigmagnast, og læra að skapa rými fyrir hreinskiptin samskipti, skýr mörk og virðingu. Markmiðið er að byggja upp vinnustaði sem eru sjálfbærir og þar sem hver og einn getur blómstrað og lagt sitt af mörkum.
Geðheilbrigðir stjórnendur

Markmið

Helstu atriði
Fylgt eftir með tveimur hóphandleiðslum.
Fyrir alla stjórnendur

Innsýn & færni

Af hverju?
Vel heppnuð vinnustofa fyrir stjórnendur sem voru mjög ánægðir. Það er svo gott þegar upplifunin er sú að þú gangi út af vinnustofu með verkfæri í höndunum sem hægt er að nota strax. Við mælum hiklaust með þar sem er á topplista yfir gagnlega fræðsluviðburði.
Viðverustjórnun
Árangursrík viðverustjórnun ýtir undir styðjandi og heilbrigða vinnustaðamenningu, bætir starfsánægju og leiðir af sér aukna framleiðni. Viðverustjórnun hefur það að markmiði að draga úr skammtímafjarvistum, sem oft á tíðum eru ófyrirsjáanlegar og skapa óþarfa álag. Öflug viðverustjórnun eykur færni og getu stjórnenda til að bregðast við áskorunum áður en til krísu kemur.

Markmið

Helstu atriði

Innsýn & færni

Af hverju?
Í kjölfarið á uppfærslu viðverustefnu hjá Reykjavíkurborg leituðum við til Mental varðandi þjálfun stjórnenda í viðverusamtölum. Ákveðið var að byggja þjálfunina á vinnustofum og hafa svo handleiðslusamtöl á Teams í kjölfarið. Ánægja stjórnenda með þjálfunina er mikil samkvæmt fræðslumati, og þykir þeim fræðslan áhugaverð, praktísk og skemmtileg. Sérstaða Mental er meðal annars að fjalla sérstaklega um tengsl geðheilbrigðis við fjarvistir og efla stjórnendur í forvarnavinnu á því sviði.
Erfið samtöl
Erfið hegðun starfsfólks á vinnustað getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir liðsheild, framleiðni og andlega líðan í teymum. Í rannsókn McKinsey (lesa hér) kom fram að erfið og eitruð hegðun er sá þáttur sem hefur hvað neikvæðustu áhrif á líðan starfsfólks, þar með talið einkenni kulnunar og líkur á starfslokum.

Markmið

Helstu atriði

Innsýn & færni

Af hverju?
Við fengum Mental inn með fræðslu og þjálfun fyrir stjórnendateymið okkar. Stjórnendateymið fékk fræðslu og þjálfun í erfiðum samtölum sín á milli, auk heimavinnu sem fól í sér samtöl við undirmenn sem endaði svo með handleiðslufundi með Mental. Að mínu mati hafa fundirnir með stjórnendateyminu verið ákaflega gagnlegir og hreint út sagt nauðsynlegir. Áhrif þessarar vinnu hafa skilað sér beint inn í starfið. Með aukinni æfingu í að taka erfið samtöl valdeflist teymið.
Samskipti & sálfræðilegt öryggi

Markmið

Helstu atriði

Innsýn & færni

Af hverju?
Við hjá Five Degrees fengum Hilju hjá Mental ráðgjöf til að koma og fjalla um samskipti, sjálfstyrka hegðun og mörk í lífi og starfi. Fræðslan veitti okkur einstaka innsýn í mikilvægi heilbrigðra samskipta og sjálfstyrkrar hegðunar, vakti okkur til umhugsunar um áhrif óheilbrigðra samskipta á vinnustaðamenningu og afköst og veitti okkur ákveðnar leiðir til að setja öðrum mörk og takast á við krefjandi samtöl.
Streitan & streituvaldar

Markmið

Helstu atriði
Blanda af fræðslu, umræðum og verkefnum

Innsýn & færni

Af hverju?
Við hjá Five Degrees fengum Hilju hjá Mental ráðgjöf til að koma og fjalla um samskipti, sjálfstyrka hegðun og mörk í lífi og starfi. Fræðslan veitti okkur einstaka innsýn í mikilvægi heilbrigðra samskipta og sjálfstyrkrar hegðunar, vakti okkur til umhugsunar um áhrif óheilbrigðra samskipta á vinnustaðamenningu og afköst og veitti okkur ákveðnar leiðir til að setja öðrum mörk og takast á við krefjandi samtöl.
Stjórnendataktur
Regluleg innlit og samtöl
Samræmdur stjórnendataktur er eitt sterkasta verkfæri vinnustaða til að byggja upp traust, öryggi og fyrirsjáanleika.
Regluleg innlit gera boðleiðir skýrari, auka jafnræði og styrkja tengsl stjórnenda og starfsfólks. Hann tryggir að allir hafi jafnt aðgengi að stuðningi, minnkar óvissu og léttir álagi á teymum.
Innlit eru jafnframt öflugar forvarnir sem gera stjórnendum kleift að fylgjast með líðan og vinna vandamál fyrr. Stjórnendataktur styrkir líka stjórnendur sjálfa með betri yfirsýn, auknu öryggi í erfiðum málum og markvissari samskiptum, sem dregur úr streitu og eflir tengsl.

Markmið

Helstu atriði

Innsýn & færni

Af hverju?

