Stefnur & sáttmálar
Efnisyfirlit
Hjá Mental ráðgjöf styðjum við vinnustaði við að móta skýrar stefnur og sáttmála sem efla andlega vellíðan, heilbrigð samskipti og sterka vinnustaðamenningu. Með mótun geðheilsustefnu, viðverustefnu eða samskiptasáttmála hjálpum við til við að skapa umgjörð sem stuðlar að jafnvægi, heilbrigði og langtímaárangri.
Geðheilsustefna er hjartað í okkar vinnu. Hún felur í sér skýran ramma og aðgerðaáætlun til að efla andlega vellíðan á vinnustað. Allt ferlið er unnið í nánu samstarfi við stjórnendur og starfsfólk, með áherslu á gagnsæi, valdeflingu og raunhæfar lausnir.
Við sjáum um skipulag, undirbúning og eftirvinnslu og tryggjum að niðurstaðan sé bæði hagnýt og framkvæmanleg. Með aðstoð Mental byggir vinnustaðurinn upp sjálfbæra og samfélagslega ábyrga framtíð.
Geðheilsustefna

Markmið

Helstu atriði
Vinnuhópurinn hittisti í 2-3 skipti (2 klst í senn) þar sem afurðin er markvissar aðgerðir og efni sem mótar geðheilsustefnuna.

Aðgerðir

Innleiðing
Geðheilbrigði er gríðarlega mikilvægt lýðheilsumál sem snertir alla. Þess vegna tókum við hjá Tixly þá ákvörðun að fá Mental Ráðgjöf til liðs við okkur við mótun sérsniðinnar geðheilbrigðisstefnu sem endurspeglar gildi okkar og þarfir. Mental Ráðgjöf nýtti sérþekkingu sína til að fá innsýn í starfsemi Tixly og skapa þannig stefnu sem sameinar sjónarmið starfsfólks og styrkir vinnumenningu okkar. Ferlið hefur ekki aðeins veitt okkur dýpri skilning á málefninu heldur líka tækifæri til að taka sameiginlega ábyrgð á heilsusamlegu starfsumhverfi. Við hvetjum önnur fyrirtæki, óháð atvinnugreinum, til að grípa til aðgerða og leggja sitt af mörkum til bættrar lýðheilsu. Geðheilbrigði er mál sem við öll getum lagt okkar af mörkum til að styrkja.
Viðverustefna
Viðverustefna (e. attendance policy) lýsir því hvernig vinnuveitandi nálgast málefni eins og fjarveru vegna veikinda, leyfi og önnur tilvik þar sem starfsmaður er fjarverandi frá vinnu.

Markmið

Viltu endurgjöf?

Vantar stefnu?

Innleiðing & þjálfun
Við hjá Hjallastefnunni höfum átt ánægjulegt og árangursríkt samstarf við Mental ráðgjöf. Hilja vann með okkur að því að yfirfara og bæta viðverustefnu okkar og móta hagnýta samtalsramma fyrir bæði viðveru- og endurkomusamtöl.
Við höfum fengið verkfæri og innsýn sem nýtast okkur í daglegri stjórnun og eflingu starfsumhverfisins.
EKKO stefna

Markmið

Fagráð
Við bjóðum einnig setu í fagráði sem utanaðkomandi aðili þar sem við leggjum til sérfræðiþekkingu og tryggjum faglega, hlutlæga og vandaða meðferð mála.

Vantar stefnu eða endurgjöf?

Innleiðing & fræðsla
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins fékk Hilju frá Mental ráðgjöf til að koma inn með vinnustofu þar sem starfsmannahópurinn mótaði sér samskiptasáttmála og voru vinnubrögðin til fyrirmyndar. Gott er fyrir fyrirtæki að móta sér reglur um samskipti á vinnustað þar sem allir koma að málum. Sáttmálinn hefur eflt vinnustaðinn og styrkt samstöðu hópsins. Við mælum eindregið með Mental ráðgjöf.
Samskiptasáttmáli

Markmið

Helstu atriði
- undirbúningsfund
- mótun sáttmálans
- innleiðingarfund
- eftirfylgnifund
Ráðgjafi Mental ritstýrir sáttmálanum á milli 2. og 3. fundar.

Innsýn & færni

Af hverju?

