EKKO

Fræðslupakki fyrir vinnustaði

Write your awesome label here.
  • Fyrir hverja: Stjórnendur, starfsfólk & trúnaðarmenn
  • Heildartími:  60 mínútur
  • Umsjónaraðili: Hilja Guðmunds
Markmið fræðslunnar er að auka þekkingu á málefninu, tryggja traust samskipti og skapa uppbyggilegan farveg fyrir EKKO mál. Þar sem EKKO mál fela í sér dvínandi starfsánægju, helgun og framleiðni starfsfólks og auka streitu og álag á öll hlutaðeigandi eru viðstödd eru vakin til umhugsunar um mikilvægi þess að huga að einkennum, orsökum, afleiðingum og viðbrögðum við málum sem tengjast (EKKO). 

Pakkinn felur í sér þrjú 10 mínútna erindi:

  1. fræðsla kemur inn á einkenni og birtingarmyndir EKKO mála
  2. Fræðsla fjallar um afleiðingar EKKO tengdra mála fyrir þolanda, geranda, samstarfsfólk og vinnustaðinn í heild sinni.
  3. Fræðsla dregur fram ábyrgð hvers og eins til að stíga inn í óviðeigandi hegðun og komið er inn á hvað gæti hindrað okkur í að stíga inn í þá ábyrgð.

Í lok hverrar fræðslu er stjórnendum ætlað að fá fram umræður meðal starfsfólks. Stjórnendur fá í hendurnar leiðbeiningar þess efnis og eru leiddir í gegnum hlutverk sitt. 

Smelltu á viðeigandi hlekk, fylltu út formið og bókaðu kynningarfund með ráðgjafa. Mental ráðgjöf setur upp tilboðspakka í kjölfarið. 

Kíktu í pakkann

Write your awesome label here.

Aukalegur stuðningur

Mental ráðgjöf býður upp á  30 mínútna rafræna fundi sem stjórnendur geta mætt á áður en farið er í gegnum EKKO fræðsluna með starfsfólk. Þar fer ráðgjafi yfir rafræna vettvanginn, hlutverk þeirra og hvernig fræðslan er sett upp.


Að auki er hægt að láta stjórnendur senda inn niðurstöður umræðna í gegnum þar til gerðan vettvang. Mannauðsstjóri/svið eða jafnvel EKKO teymi fær síðan afrit af öllum þeim niðurstöðum sem sendar voru inn. Með því móti er hægt að nýta niðurstöður til áframhaldandi forvarnarvinnu og aðlögunar á EKKO stefnu sem, fræðslu, þjálfun eða öðru.