Sértæk þjónusta
Efnisyfirlit
Hjá Mental ráðgjöf er okkar einkar hugleikið að lausnir okkar séu sérsniðnar að hverjum vinnustað og slíkt hefst ávallt með samtali. Hér að neðan má finna nokkrar algengar lausnir sem við innleiðum á vinnustöðum en lausnirnar aðlögum við að sértækum þörfum hvers vinnustaðar.
Hvort sem það er Geðheilsuátak á staðnum, Rafrænt Geðheilsuátak, handleiðsla við stjórnendur eða hóphandleiðsla fyrir starfsfólk, aðstoð við að móta ferla vegna krefjandi viðskiptavina / skjólstæðinga eða áætlun um stuðning í kjölfar erfiðra atvika, þá er markmið okkar hjá Mental ávallt það sama : Að veita faglega, ábyrga og markmiðadrifna þjónustu, sérsniðna að þörfum vinnustaðar.
Geðheilsuátak
Ráðgjafar Mental hafa leitt fjölda átaka og vita hvaða skref skila bestum árangri.
Hér má sjá meira um Rafrænt geðheilsuátak Mental.

Skipulag

Rafræn lausn

Aðlögun
Innifaldir eru tveir fundir með ráðgjafa sem styður við hönnun og framkvæmd átaksins.

Viltu vita meira?
Við á Hrafnistu fórum í geðheilsuátak í samstarfi við Mental ráðgjöf með það að markmiði að stuðla að vitundarvakningu um geðheilbrigði. Það er stefna okkar á Hrafnistu að hlúa vel að starfsfólki þannig að það upplifi að vinnustaðnum sé umhugað um líðan þess í leik og starfi. Stór liður í geðheilsuátakinu að koma því til skila. Samstarfið við Mental ráðgjöf var mjög ánægjulegt og til fyrirmyndar að öllu leiti. Átakið var sérsniðið að starfsemi og þörfum Hrafnistu og ráðgjafar Mental lögðu sig fram við að veita framúrskarandi þjónustu og faglega ráðgjöf með léttu og skemmtilegu yfirbragði. Það kæmi ekki á óvart ef Hrafnista myndi sækja frekari þjónustu til þeirra í náinni framtíð.
Handleiðsla
Þetta stuðlar að auknu sjálfstæði og öryggi við að framkvæma þá færni sem stjórnendur hafa fengið þjálfun í.Handleiðsla Mental snýr helst að stjórnendum en einnig hefur Mental veitt hóphandleiðslu þar sem starfsfólk hefur hlotið þjálfun í að takast á við krefjandi samskipti í störfum sínum.
Handleiðsla er fjárfesting í bæði persónulegri og faglegri velferð á vinnustað. Handleiðslan getur farið fram á staðnum eða með rafrænum hætti.
Sjá hér rafræn stjórnanda handleiðsla

Markmið

Af hverju?

Hóphandleiðsla

Stjórnanda handleiðsla
Hjá Tryggingastofnun (TR) er
lögð áhersla á jákvæða og uppbyggjandi vinnustaðamenningu til að ná
góðum árangri og vellíðan í starfi. Á árinu 2023 var farið í átaksverkefni um geðheilbrigði starfsfólks og
öryggisvitund á vinnustað. Við höfðum lengi leitað að rétta ráðgjafanum og ég get sagt að vinnan fór langt fram úr okkar væntingum. Vinnan fólst í gerð
viðbragðsáætlunar um ógnandi samskipti viðskiptavina, fræðsluerindi um
geðheilbrigði á vinnustað og handleiðslu til starfsfólks í framlínu.
Ég
get eindregið mælt með Mental ráðgjöf og er þakklát fyrir þá vinnu sem við
höfum farið í saman. Með þeirra ráðgjöf náðum við að setja skýr mörk í
samskiptum og opna umræðuna um geðheilbrigði á vinnustað.
Styðjandi viðbragðsferlar

Markmið

Útfærsla

Innleiðing

Fræðsla og þjálfun

