Yfirlit

Sértæk þjónusta 

Efnisyfirlit

Hjá Mental ráðgjöf er okkar einkar hugleikið að lausnir okkar séu sérsniðnar að hverjum vinnustað og slíkt hefst ávallt með samtali. Hér að neðan má finna nokkrar algengar lausnir sem við innleiðum á vinnustöðum en lausnirnar aðlögum við að sértækum þörfum hvers vinnustaðar.

Hvort sem það er Geðheilsuátak á staðnum, Rafrænt Geðheilsuátak, handleiðsla við stjórnendur eða hóphandleiðsla fyrir starfsfólk, aðstoð við að móta ferla vegna krefjandi viðskiptavina / skjólstæðinga eða áætlun um stuðning í kjölfar erfiðra atvika, þá er markmið okkar hjá Mental ávallt það sama : Að veita faglega, ábyrga og markmiðadrifna þjónustu, sérsniðna að þörfum vinnustaðar.

Geðheilsuátak


Að skapa vinnustaðamenningu byggða á samkennd, stuðningi og skilningi er mikilvægt skref í að tryggja geðheilbrigði og sálfélagslegt öryggi samkvæmt ISO 45003:2021. Með því að setja andlega heilsu starfsfólks í forgrunn má auka framleiðni, draga úr fjarveru og efla helgun eins og fjölmargar rannsóknir sýna.

Mikilvægasta fyrsta skrefið er öflugt geðheilsuátak. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin leggur áherslu á að fyrirtæki efli vitund, þekkingu og skilning starfsfólks á geðheilbrigði á vinnustað.

Geðheilsuátak Mental styður við þessa sýn. Átakið eflir menningu geðheilbrigðis, eykur vitund og þekkingu og dregur úr fordómum. Með því stíga vinnustaðir mikilvægt skref frá hefðbundinni viðbragðsnálgun yfir í forvarnamiðaða nálgun.

Ráðgjafar Mental hafa leitt fjölda átaka og vita hvaða skref skila bestum árangri.

Hér má sjá meira um Rafrænt geðheilsuátak Mental. 

Skipulag

Geðheilsuátakið felur í sér að minnsta kosti þrjár fræðslur, aðgang að hugmyndabanka Mental með leikjum, viðburðum og áskorunum sem styrkja áhrif fræðslunnar. Að auki fær vinnustaðurinn stuðning ráðgjafa Mental sem aðlagar átakið að þínum þörfum.

Rafræn lausn

Mental ráðgjöf hefur þróað rafræna lausn með öllu sem vinnustaðir þurfa til að keyra átakið, óháð stærð eða staðsetningu. Ef vinnustaðurinn er ekki með námskerfi getur Mental tekið uppsetningu og hýsingu átaksins að sér.

Aðlögun

Mental leggur sig fram við að sérsníða átakið að þörfum hvers vinnustaðar.
Innifaldir eru tveir fundir með ráðgjafa sem styður við hönnun og framkvæmd átaksins. 

Viltu vita meira?

Við erum alltaf til í spjallið og hvetjum þig til að fara á rafræna svæðið okkar og bóka kynningarfund eða senda okkur línu á mental@mentalradgjof.is
 
Við á Hrafnistu fórum í geðheilsuátak í samstarfi við Mental ráðgjöf með það að markmiði að stuðla að vitundarvakningu um geðheilbrigði. Það er stefna okkar á Hrafnistu að hlúa vel að starfsfólki þannig að það upplifi að vinnustaðnum sé umhugað um líðan þess í leik og starfi. Stór liður í geðheilsuátakinu að koma því til skila. Samstarfið við Mental ráðgjöf var mjög ánægjulegt og til fyrirmyndar að öllu leiti. Átakið var sérsniðið að starfsemi og þörfum Hrafnistu og ráðgjafar Mental lögðu sig fram við að veita framúrskarandi þjónustu og faglega ráðgjöf með léttu og skemmtilegu yfirbragði. Það kæmi ekki á óvart ef Hrafnista myndi sækja frekari þjónustu til þeirra í náinni framtíð.
Auður Böðvarsdóttir, mannauðsráðgjafi Hrafnistu 

Handleiðsla

Handleiðsla er lykilatriði þegar kemur að því að styðja við starfsþróun og auka árangur. Með handleiðslu fá stjórnendur (og starfsfólk) tækifæri til að læra nýja hæfileika, auka þekkingu sína og fá stuðning við að takast á við áskoranir í starfi.

Þetta stuðlar að auknu sjálfstæði og öryggi við að framkvæma þá færni sem stjórnendur hafa fengið þjálfun í.Handleiðsla Mental snýr helst að stjórnendum en einnig hefur Mental veitt hóphandleiðslu þar sem starfsfólk hefur hlotið þjálfun í að takast á við krefjandi samskipti í störfum sínum.

Handleiðsla er fjárfesting í bæði persónulegri og faglegri velferð á vinnustað. Handleiðslan getur farið fram á staðnum eða með rafrænum hætti. 

Sjá hér rafræn stjórnanda handleiðsla

Markmið

Með handleiðslu er markmiðið að styðja við yfirfærslu þekkingar og færni af loknum vinnustofum og styðja við stjórnendur (og starfsfólk) í störfum sínum.

Af hverju?

Handleiðsla gefur stjórnendum tækifæri til að ræða eigin reynslu og fá uppbyggilega endurgjöf. Hún styður við áhrifaríka innleiðingu, eflir nýja færni og veitir stjórnendum stöðugan stuðning í starfi.

Hóphandleiðsla

Hóphandleiðsla samanstendur af að hámarki 10-14 einstaklinum en hámarkið fer eftir eðli hóphandleiðslunnar hverju sinni. Hóphandleiðsla getur farið fram á staðnum eða með rafrænum hætti.

Stjórnanda handleiðsla

Handleiðsla fyrir stjórnendur á öllum stigum og er til þess fallinn að styðja enn frekar við stjórnendur í starfi sínu, efla færni þeirra og getu til að sinna störfum sínum.

Hjá Tryggingastofnun (TR) er lögð áhersla á jákvæða og uppbyggjandi vinnustaðamenningu til að ná góðum árangri og vellíðan í starfi. Á árinu 2023 var farið í átaksverkefni um geðheilbrigði starfsfólks og öryggisvitund á vinnustað. Við höfðum lengi leitað að rétta ráðgjafanum og ég get sagt að vinnan fór langt fram úr okkar væntingum.  Vinnan fólst í gerð viðbragðsáætlunar um ógnandi samskipti viðskiptavina, fræðsluerindi um geðheilbrigði á vinnustað og handleiðslu til starfsfólks í framlínu. 

Ég get eindregið mælt með Mental ráðgjöf og er þakklát fyrir þá vinnu sem við höfum farið í saman.
Með þeirra ráðgjöf náðum við að setja skýr mörk í samskiptum og opna umræðuna um geðheilbrigði á vinnustað.

Hólmfríður Erla Finnsdóttir, mannauðsstjóri TR, um styðjandi viðbragðsferla og handleiðslu

Styðjandi viðbragðsferlar

Öruggt og heilbrigt vinnuumhverfi byggir á skýrum ferlum sem draga úr óvissu, tryggja samræmd viðbrögð og veita starfsfólki stuðning þegar áskoranir koma upp. Ferlin tryggja að allir viti hvað á að gera, hvert á að leita og hvernig bregðast skuli við á stöðugan, mannlegan og faglegan hátt.

 1. Samskipti við þjónustuþega
Sameiginleg viðmið sem styðja fagmennsku, mörk og ró í krefjandi samskiptum.

 2. Stuðningur við starfsfólk með geðvanda
Ferlar sem tryggja viðeigandi samtal, leiðsögn og stuðning þegar vanlíðan eða álag kemur upp.

 3. Viðbrögð eftir erfið atvik
Skýr og stigvaxandi viðbrögð sem tryggja tafarlausa og samræmda aðkomu stjórnenda og góða eftirfylgni.

 4. Neyðaráætlanir og stuðningur eftir áföll
Verklag sem tryggir skýrar boðleiðir og sálfélagslegt öryggi teymis eftir alvarleg atvik, svo enginn standi einn.

Markmið

Að tryggja samræmd og fagleg viðbrögð við helstu áskorunum í starfi, vernda starfsfólk og efla öryggi. Markmiðið er vinnustaður þar sem áskoranir eru leystar af fagmennsku og mannúð.

Útfærsla

Ferlin eru sérsniðin að aðstæðum vinnustaðarins og taka til boðleiða, ábyrgðarhlutverka og skýrra verkferla sem auðvelt er að fylgja. Þau eru aðgengileg, raunhæf og byggð á bestu starfsvenjum.

Innleiðing

Ferlin eru kynnt stjórnendum og starfsfólki á markvissan hátt til að tryggja sameiginlegan skilning og samræmi í daglegu starfi. Innleiðingin fylgir leiðbeiningum, eftirfylgni og stuðningi við stjórnendur.

Fræðsla og þjálfun

Stjórnendur og starfsfólk fá fræðslu og þjálfun í að beita ferlunum í daglegu starfi. Hagnýtar æfingar, samtalsþjálfun og atvikagreiningar styrkja öryggi, nærveru og fagmennsku í erfiðum aðstæðum.