Innlit - Helsta forvarnartæki stjórnenda

May 7 / Hilja Guðmunds
"Starfsfólk veit að það getur alltaf leitað til mín og hurðin mín er alltaf opin." eða "Við vinnum svo náið saman og sitjum öll hlið við hlið, starfsfólk er alltaf að spjalla við mig." - Er það samt ⁉️ 

💡 Tölurnar sýna þó skýrt að ef stjórnandi er ekki með regluleg innlit (check-ins) með starfsfólki sínu, þar sem starfsfólk er boðað í stutt samtal með stjórnanda, þá finnst starfsfólki erfiðara að greina stjórnanda frá því að það eigi í erfiðleikum með andlega heilsu/vellíðan og það telur að umræða um andlega líðan sé ekki eins opin. 

🧭 Þetta eru tölur úr gagnasafni Mental ráðgjöf. Við höfum unnið með fjölda viðskiptavina að innleiðingu slíkra innlita og bæði þjálfað og handleitt stjórnendur í framkvæmd og eftirfylgd innlita sem stuðla að trausti, starfsánægju, jafnvægi, opnari umræðu um andlega líðan og því að starfsfólk upplifi að stjórnendum sé umhugað um það. 

Þetta þarf ekki að vera flókið (!): 

🥇 Boðaðu starfsfólk til þín í 5-15 mínútna spjall með reglubundnu millibili, fast í dagatalinu. Ekki láta líða lengra en 4 vikur á milli og því styttra sem er á milli samtala, því meiri verða áhrifin. 

🥈 Spurðu um líðan og farðu í gegnum skrefin þrjú sem tilheyra innlitum. Þú þarft hvorki tölvu né blað, þú þarft bara að gefa þig að starfsmanninum - og halda þig við tímarammann sem er gefinn fyrir samtalið. 

🥉 Settu niður nokkra punkta strax eftir samtalið svo að þú getir fylgt því eftir næst. 

Þetta ætti ekki að vera spurning hvort þú eigir að taka innlit við starfsfólk þitt heldur hvenær þú ætlir að eiga innlit við starfsfólk þitt. 

Er þinn vinnustaður með slík innlit?