Af hverju rafrænt?
Því íslenskt atvinnulíf er fjölbreytt og þarfir fólks líka.
Rafrænt Mental hentar:
• stórum og smáum vinnustöðum,
• stjórnendum sem vilja styrkja samtalshæfni,
• teymum í ólíkum landshlutum,
• einstaklingum sem vilja efla sig,
......og litlum fyrirtækjum sem áður hafa ekki haft efni eða tækifæri til að kaupa sérsniðnar vinnustofur eða fræðsluerindi fyrir sín teymi.
Í Rafrænu Mental er fræðslan alltaf í boði, á viðráðanlegu verði og á þeim hraða sem hentar hverjum og einum.
Rafrænt Mental er stöðugt að vaxa og inniheldur nú þegar:
• fræðsluerindi og styttri hugvekjur
• stuttar og lengri vinnustofur
• fræðslu- og ítarefni
• verkfæri, tékklista, handrit og samtalsform,
• verkefni og æfingar fyrir starfsfólk og stjórnendur.
Allt efnið er hannað til að vera hagnýtt, skýrt og auðvelt að innleiða í daglegu starfi.

