Rafrænt Mental – aðgengileg fræðsla um andlega líðan á vinnustað

Nov 25 / Helena Jónsdóttir
Okkur í Mental er það sannkallað hjartans mál að opna á umræðuna um geðheilbrigði á vinnustöðum.

Við vitum að þegar fólk talar saman, lærir saman og skilur betur hvað liggur að baki líðan og hegðun þá verður vinnustaðamenning bæði heilbrigðari og sterkari.
Og ein áhrifaríkasta leiðin til að tryggja að við höldum umræðunni á lofti er að hafa fræðslu sem er aðgengileg öllum, hvar og hvenær sem hentar.

Þess vegna höfum við byggt upp Rafrænt Mental, svæði sem er nú orðið vel útilátið af hagnýtu, geðgóðu og lifandi efni um andlega líðan á vinnustöðum, fræðslu fyrir starfsfólk og þjálfun fyrir stjórnendur.

Af hverju rafrænt?

Því íslenskt atvinnulíf er fjölbreytt og þarfir fólks líka.

Rafrænt Mental hentar:
• stórum og smáum vinnustöðum,
• stjórnendum sem vilja styrkja samtalshæfni,
• teymum í ólíkum landshlutum,
• einstaklingum sem vilja efla sig,

......og litlum fyrirtækjum sem áður hafa ekki haft efni eða tækifæri til að kaupa sérsniðnar vinnustofur eða fræðsluerindi fyrir sín teymi.

Í Rafrænu Mental er fræðslan alltaf í boði, á viðráðanlegu verði og á þeim hraða sem hentar hverjum og einum.

Rafrænt Mental er stöðugt að vaxa og inniheldur nú þegar:
• fræðsluerindi og styttri hugvekjur
• stuttar og lengri vinnustofur
• fræðslu- og ítarefni
• verkfæri, tékklista, handrit og samtalsform,
• verkefni og æfingar fyrir starfsfólk og stjórnendur.

Allt efnið er hannað til að vera hagnýtt, skýrt og auðvelt að innleiða í daglegu starfi.

Fræðsla sem umbreytir vinnustöðum

Rafrænt Mental gerir vinnustöðum kleift að setja geðheilbrigði á dagskrá ekki bara einu sinni, heldur stöðugt. Þetta er leið til að styðja stjórnendur, og starfsfólk, efla samskipti, bregðast fyrr við og byggja upp menningu sem er heilbrigð, mannleg og sjálfbær.