Viðverustjórnun er ekki eftirlit
Undanfarið hefur viðverustjórnun verið mikið til umræðu. Of oft er hún sett fram sem eftirlit, talning daga eða viðbragð þegar „tölurnar fara að hækka“. En sú nálgun nær sjaldnast utan um raunveruleikann.
Viðverustjórnun, þegar hún er rétt hugsuð, snýst ekki um að elta fjarveru.
Hún snýst um að styðja við viðveru.
Fjarvera er sjaldnast vandamálið sjálft. Hún er einkenni.
Einkenni þess að eitthvað undir yfirborðinu sé ekki að virka sem skyldi.
„Dyrnar eru alltaf opnar“ (?)
Margir stjórnendur leggja áherslu á að vera aðgengilegir. Þeir segja: „Þú getur alltaf komið til mín.“
Það er vel meint en dugar sjaldnast eitt og sér.
👉 Það er alltaf hópur sem kemur ekki.
Ekki af því að hann hafi ekkert að segja.
Heldur af því að:
⛓️💥hann vill ekki trufla
⛓️💥hann veit ekki hvernig hann á að opna á spjallið
⛓️💥hann er ekki alveg viss um hvort það sé öruggt
⛓️💥eða hefur lært (af fyrri reynslu) að það borgi sig ekki
👉 Það er alltaf hópur sem kemur ekki.
Ekki af því að hann hafi ekkert að segja.
Heldur af því að:
⛓️💥hann vill ekki trufla
⛓️💥hann veit ekki hvernig hann á að opna á spjallið
⛓️💥hann er ekki alveg viss um hvort það sé öruggt
⛓️💥eða hefur lært (af fyrri reynslu) að það borgi sig ekki
Og hér er hættan. Það er einmitt fólkið sem kemur ekki sem er líklegast til að upplifa sig ósýnilegt, detta út í skammtímaveikindi, upplifa aukið álag eða upplifa aukna vanlíðan & óöryggi
📌
Opnar dyr duga því ekki!
Aðgengi er EKKI kerfi.
Góður vilji er EKKI forvörn.
Og þögn er EKKI merki um að allt sé í lagi.
Regluleg innlit breyta þessu því þau jafna aðgengi, færa ábyrgðina af einstaklingnum, tryggja að öll fái rödd, ekki bara þau sem þora, draga úr áreiti á stjórnendur, bæta tímastjórnun & nýtingu tíma bæði starfsfólks & stjórnenda!
Ef þú ert stjórnandi, spurðu þig þá eftirfarandi spurninga:
📌
Opnar dyr duga því ekki!
Aðgengi er EKKI kerfi.
Góður vilji er EKKI forvörn.
Og þögn er EKKI merki um að allt sé í lagi.
Regluleg innlit breyta þessu því þau jafna aðgengi, færa ábyrgðina af einstaklingnum, tryggja að öll fái rödd, ekki bara þau sem þora, draga úr áreiti á stjórnendur, bæta tímastjórnun & nýtingu tíma bæði starfsfólks & stjórnenda!
Ef þú ert stjórnandi, spurðu þig þá eftirfarandi spurninga:
- Hverjir leita reglulega til mín?
- Hverjir gera það aldrei?
- Hvernig tryggjum við að þeir fái líka rými?
Viðverustjórnun sem forvörn
Ert þú vinnustaður sem vilt huga að aukinni velferð & viðveru starfsfólks?
Smelltu þá á hlekkinn hér að neðan og bókaðu fund með ráðgjafa.
