Viðverustjórnun

Viðverustjórnun er oft sett fram sem kerfi, reglur og mælikvarðar. Tölur um fjarveru, prósentur, línurit og viðbragðsáætlanir. En reynslan sýnir okkur eitt aftur og aftur: Viðverustjórnun virkar aðeins þegar hún byggir á samtali. Fjarvera er sjaldnast vandamálið sjálft. Hún er einkenni. Einkenni þess að eitthvað í starfsumhverfinu, álagi, líðan, samskiptum eða stuðningi er ekki að virka sem skyldi. Þess vegna þarf viðverustjórnun að vera hluti af forvörnum, styðjandi stjórnun og sálfélagslegri vinnuvernd.
Jan 16 / Hilja Guðmunds

Viðverustjórnun er ekki eftirlit

Undanfarið hefur viðverustjórnun verið mikið til umræðu. Of oft er hún sett fram sem eftirlit, talning daga eða viðbragð þegar „tölurnar fara að hækka“. En sú nálgun nær sjaldnast utan um raunveruleikann.

Viðverustjórnun, þegar hún er rétt hugsuð, snýst ekki um að elta fjarveru.
Hún snýst um að styðja við viðveru.

Fjarvera er sjaldnast vandamálið sjálft. Hún er einkenni.
Einkenni þess að eitthvað undir yfirborðinu sé ekki að virka sem skyldi.

Það getur verið 
  • samskiptin
  • starfsumhverfið
  • álag & skipulag
  • skortur á skýrleika hlutverks / ábyrgðar
  • skortur á stuðningi
  • persónulegir hagir

Ef við horfum aðeins á tölurnar missum við af tækifærinu til að grípa fyrr inn í – áður en vandinn festist í sessi.

„Dyrnar eru alltaf opnar“  (?)

Margir stjórnendur leggja áherslu á að vera aðgengilegir. Þeir segja: „Þú getur alltaf komið til mín.“ Það er vel meint en dugar sjaldnast eitt og sér.

👉 Það er alltaf hópur sem kemur ekki.
Ekki af því að hann hafi ekkert að segja.

Heldur af því að:
⛓️‍💥hann vill ekki trufla
⛓️‍💥hann veit ekki hvernig hann á að opna á spjallið
⛓️‍💥hann er ekki alveg viss um hvort það sé öruggt
⛓️‍💥eða hefur lært (af fyrri reynslu) að það borgi sig ekki
„Fyrir hverja krónu sem fyrirtæki fjárfesta í andlegri heilsu starfsfólks, skila sér að meðaltali 4 krónur til baka í aukinni framleiðni og færri veikindadögum.“
Harvard Business Review, 2021
Og hér er hættan. Það er einmitt fólkið sem kemur ekki sem er líklegast til að upplifa sig ósýnilegt, detta út í skammtímaveikindi, upplifa aukið álag eða upplifa aukna vanlíðan & óöryggi

📌
Opnar dyr duga því ekki!

Aðgengi er EKKI kerfi.
Góður vilji er EKKI forvörn.
Og þögn er EKKI merki um að allt sé í lagi.

Regluleg innlit breyta þessu því þau jafna aðgengi, færa ábyrgðina af einstaklingnum, tryggja að öll fái rödd, ekki bara þau sem þora, draga úr áreiti á stjórnendur, bæta tímastjórnun & nýtingu tíma bæði starfsfólks & stjórnenda!

Ef þú ert stjórnandi, spurðu þig þá eftirfarandi spurninga:
  • Hverjir leita reglulega til mín?
  • Hverjir gera það aldrei?
  • Hvernig tryggjum við að þeir fái líka rými?

Svarið er sjaldnast: „Bíða eftir að þeir komi.“Svarið er: Bjóða reglulega í samtal.

Viðverustjórnun sem forvörn

Þegar viðverustjórnun er byggð á trausti, jafnræði og reglulegum samtölum verður hún að öflugri forvörn.

Hún hjálpar vinnustöðum að greina álag fyrr, styðja starfsfólk áður en það fer að detta út og styrkir samskipti, traust, öryggi og helgun starfsfólks. 

Þetta er kjarninn í nálgun okkar hjá Mental.

Viðverustjórnun er ekki kerfi til að fylgjast með fólki heldur er hún rammi til að hugsa um fólkið á vinnustaðnum, velferð þess sem og vinnustaðarins.

Og þegar það tekst, þá eykst nær ávallt viðveran. 

Ert þú vinnustaður sem vilt huga að aukinni velferð & viðveru starfsfólks?

Smelltu þá á hlekkinn hér að neðan og bókaðu fund með ráðgjafa.
Engin skuldbinding - bara spjall 💬