Write your awesome label here.
Sálræn fyrsta hjálp er lykilþáttur í því að byggja upp örugga, styðjandi og heilbrigða vinnustaðamenningu. Með námskeiðinu er markmiðið er að auka færni og getu stjórnenda, starfsfólks og trúnaðarmanna til að bregðast fljótt og af öryggi við merkjum um vanlíðan hjá samstarfsfólki og geta þannig gripið inn í áður en vandi verður að krísu. 
Með því að tileinka sér aðferðir sálrænnar fyrstu hjálpar læra þátttakendur að:
  • Þekkja og bregðast við fyrstu merkjum um vanlíðan á borð við óhóflega streitu, kvíða eða depurð.
  • Stíga inn í samtöl um vanlíðan af virðingu og hlýju.
  • Veita hagnýtan stuðning og leiða viðkomandi áfram í leit að viðeigandi úrræðum.
Árangursrík sálræn fyrsta hjálp getur:
  • Minnkað líkur á langvarandi fjarveru vegna andlegra áskorana.
  • Eflt traust, sálfræðilegt öryggi og samstöðu á vinnustað.
  • Stuðlað að vellíðan, starfsánægju og sjálfbærri vinnustaðamenningu.



Námskeiðið er ætlað stjórnendum, starfsfólki og trúnaðarmönnum sem vilja og þurfa að vera til staðar fyrir samstarfsfólk sitt þegar á reynir.
  • Fyrir hverja: Stjórnendur, starfsfólk & trúnaðarmenn
  • Heildartími:  2 klst 
  • Umsjónaraðili: Helena Jóns
  • Fyrir hverja: Stjórnendur, starfsfólk & trúnaðarmenn
Ef þú ert fyrirtæki / stofnun / vinnustaður og vilt fjárfesta í starfsfólkinu þínu, endilega smelltu á viðeigandi hlekk, fylltu út formið og bókaðu kynningarfund með ráðgjafa. Mental ráðgjöf setur upp tilboðspakka í kjölfarið. 
Ef þú ert einstaklingur og vilt fá sendan reikning þá smellir þú á hlekkinn hér og fyllir inn formið. Þú færð síðan aðgang að efninu þegar greiðsla hefur verið staðfest. 

Námsþættir

Umsjónaraðili námskeiðs

Helena Jóns

Helena er klínískur sálfræðingur og hefur starfað sem slíkur um árabil. Í störfum sínum undanfarin 25 ár hefur Helena öðlast víðtæka reynslu á ólíkum sviðum rekstrar, stjórnunar og nýsköpunar. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra og vinnustofa og sinnt ráðgjöf til fyrirtækja á sviði geðheilsu og starfsmannamála. Helena starfaði um árabil sem stjórnandi í fjármálafyrirtækjum, sem framkvæmdastjóri geðheilsumála hjá Læknum án landamæra í fjölda landa ásamt því sem hún leiddi vinnu við stofnun Lýðskólans á Flateyri og var fyrsti stjórnandi skólans.