Write your awesome label here.
Árangursrík sálræn fyrsta hjálp getur:
- Minnkað líkur á langvarandi fjarveru vegna andlegra áskorana.
- Eflt traust, sálfræðilegt öryggi og samstöðu á vinnustað.
- Stuðlað að vellíðan, starfsánægju og sjálfbærri vinnustaðamenningu.
Námsþættir
Helena Jóns
Helena er klínískur sálfræðingur og hefur starfað sem slíkur um árabil. Í störfum sínum undanfarin 25 ár hefur Helena öðlast víðtæka reynslu á ólíkum sviðum rekstrar, stjórnunar og nýsköpunar. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra og vinnustofa og sinnt ráðgjöf til fyrirtækja á sviði geðheilsu og starfsmannamála. Helena starfaði um árabil sem stjórnandi í fjármálafyrirtækjum, sem framkvæmdastjóri geðheilsumála hjá Læknum án landamæra í fjölda landa ásamt því sem hún leiddi vinnu við stofnun Lýðskólans á Flateyri og var fyrsti stjórnandi skólans.
