Rafrænt geðheilsuátak Mental er nýjung á markaðnum – þróað til að vera fyrsta skrefið í því að innleiða geðheilbrigði sem lykilþátt í vinnustaðamenningu. Átakinu er ætlað að setja umræðu um geðheilbrigði á vinnustaðnum dagskrá, efla samkennd og skilning og styðja við stjórnendur og starfsfólk á ferðalaginu að geðheilbrigðara vinnuumhverfi.
Hvað er innifalið í Rafrænu geðheilsuátaki Mental?
- Þrjú áhrifamikil fræðsluerindi:
- Geðheilbrigði á vinnustað
- Uppskrift að góðri geðheilsu
- Samskipti, sjálfstyrk hegðun og mörk í lífi og starfi
- Fræðsluerindin eru rafræn og unnin af fagfólki. Þau fást með og án ensks texta og fá vinnustaðir aðgang að báðum útgáfum.
- Viðbótarefni til innleiðingar
- Stuðningsefni fyrir vinnustaðinn þinn
- 2 fundir með Mental ráðgjafa
Rafrænt geðheilsuátak Mental fer formlega í loftið 6. janúar 2025 og verður allt efni þá tilbúið til niðurhals fyrir viðskiptavini. Ef þú kaupir aðgang fyrir lok dags 3. janúar, fæst 15% afsláttur af fullu verði átaksins!
Smelltu hér: Ég vil taka skrefið! til að sjá nánari upplýsingar, verð og skráningarform.
Við viljum heyra frá þér – sendu okkur tölvupóst eða bókaðu fund! Við erum hér til að svara spurningum og útskýra hvernig átak sem þetta getur haft jákvæð áhrif á vinnustaðinn þinn og hvernig þetta virkar allt saman.