Hátíðartíminn getur vel verið tími gleði og eftirvæntingar fyrir mörg en fyrir önnur getur tíðin verið uppspretta streitu og álags.

Fræðsluerindinu er ætlað að vekja stjórnendur og starfsfólk til umhugsunar um þá margvíslegu álagsþætti sem fylgja hátíðunum, hvernig vinnustaðir geta brugðist við slíkum aðstæðum og hvaða skref öll geta tekið til að styðja við andlegt heilbrigði yfir hátíðarnar.

64% þeirra sem glíma við geðvanda (t.d. lyndis eða kvíðaraskanir, svefnvanda eða fíknivanda) greindu frá versnandi geðheilsu yfir hátíðarnar, 58% tala um fjárhagslegt álag og 41% greina frá aukinni streitu yfir hátíðarnar. 

Okkur hjá Mental ráðgjöf er umhugað um að vinnustaðir séu meðvitaðir um að komandi hátíðir eru líklegar til að auka álag í lífi starfsfólks, sem hefur áhrif á vinnu, ánægju og afköst starfsfólks. Í erindinu förum við yfir hvaða leiðir við sem vinnustaðir, stjórnendur, starfsfólk og einstaklingar,  getum tekið til að lágmarka áhrif á andlega líðan okkar og samstarfsfólks í leik og starfi.