30 mínútna hugvekja fyrir vinnustaði

HátíðarAndi?| HátíðarVandi? | Hátíðar(v)andi? 

Hugvekjan og fræðsluerindið Hátíðar(v)andi? sló í gegn í aðdraganda jólanna á síðasta ári og í ár mætum við aftur til leiks með erindið.
Heilsueflandi hugvekja um hátíðarhöldin og hvernig fjölskylduboðin, þvottakarfan og frændfólkið með lélegu brandarana geta haft áhrif á okkur sjálf, samstarfsfólk og vinnustaði.
Markmiðið er að auka vitund og skilning á þeim álags- og streituþáttum sem geta fylgt hátíðunum. Með því að vera meðvituð um margvíslega fylgifiska getum við lágmarkað neikvæð áhrif á eigin líðan og störf.
Hugvekjunni fylgir dagatal sem starfsfólk getur nýtt sér í aðdraganda hátíðanna, nú eða aðra mánuði ársins, til að minna sig á að staldra við, setja mörk og takmarka streituvalda. 
Verðið?
  • Ráðgjafi mætir á staðinn : 140.000 kr 
  • Aðgangur að rafrænu erindi : 116.000 kr
Athugið að erindið er styrkhæft hjá flestum stéttarfélögum.

Smelltu hér að neðan til að bóka strax dags- og tímasetningu til að fá ráðgjafa til þín. 

Viltu fá aðgang að rafrænu erindi til að sýna starfsfólki?
Erindi verður afhent innan tveggja sólahringa