Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna er okkur umhugað um þær áskoranir sem konur standa frammi fyrir í tengslum við geðheilbrigði og jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Ekki aðeins standa konur frammi fyrir því að á þær hallar iðulega í þyngd launaumslagsins, þær bera hitann og þungann af rekstri heimila og þurfa að sýna meistaratakta línudansara, ætli þær að standa sig á vettvangi vinnu og heimilis. Konur á vinnumarkaði standa gjarnan frammi fyrir áskorunum þegar kemur að barneignum og reynist það mörgum ef ekki flestum konum erfitt að tvinna saman frama og fjölskyldulíf. Svo ekki sé minnst á þær áskoranir sem tengjast hormónatengdum breytingum í seinni hluta æviskeiðsins.
Þjóðfélagslegar breytingar hafa orðið til þess að við tökum sífellt fleiri skref inn í heim sem metur andlega heilsu til jafns við líkamlega heilsu og á slíkum tímum þykir okkur rétt að við viðurkennum þær sértæku áskoranir sem konur standa frammi fyrir.
Og þar sem við eyðum stórum hluta af okkur vökutíma í vinnunni eru þessar áskoranir ekki síst vandamál sem vinnustaðir þurfa að taka á. Vinnuveitendur þurfa og eiga að axla ábyrgð og bæta verulega í þegar kemur að stuðningi við starfsfólk sitt, ekki síst konur.
Hér eru 5 einföld en áhrifarík skref í þá átt:
1. Tryggðu aðgengi að sálrænum stuðningi
Öll ættu að geta fengið sálræna aðstoð þegar þau þurfa á því að halda. Veittu slíka aðstoð með fjárhagslegum stuðningi og með því að tryggja aðgengi starfsfólks að þjónustu sérfræðinga í geðheilbrigði. Tryggðu að innan fyrirtækisins séu leiðir til að sækja slíka aðstoð skýrar og greiðar. Með því að gera þetta veitir þú líflínu þegar þörfin er mest.
2. Veittu fræðslu og þjálfun um geðheilbrigði á vinnustað
Leitaðu til sérfræðinga sem geta veitt fræðslu og þjálfun til stjórnenda og starfsfólks um einkenni geðvanda, þar á meðal þau sem gætu sérstaklega átt við um konur. Slík fræðsla er líkleg til að auka vitund okkar og þekkingu á einkennum geðvanda og draga úr fordómum sem eru ríkjandi í þessum málum.
3. Samskipti, samskipti og aftur samskipti
Álag, hraði og endalausir fundir gera það að verkum að stjórnendur eiga erfitt með að líta reglulega inn til síns starfsfólks. Samt sem áður er samskipti nauðsynleg svo að starfsmenn treysti sér til að taka mál sín upp og ræða við yfirmenn sína um persónulegar áskoranir. Gakktu úr skugga um að stjórnendur séu í vikulegum tengslum við allt sitt starfsfólk. Með þeim hætti tryggjum við að hægt sé að grípa inn í áður en áskoranir verða að krísu.
4. Gefðu möguleika á sveigjanleika
Líklegt er að margt af þínu starfsfólki þjáist af einkennum geðvanda sem geta gert þeim erfitt fyrir að gefa sig öll að starfinu og standa undir væntingum en eru á sama tíma að gera sitt allra besta. Vinnuveitendur þurfa að aðlaga sig að nýjum veruleika og gera smávægilegar en afar mikilvægar breytingar á vinnufyrirkomulagi og starfsháttum. Þar má nefna sveigjanlegan vinnutíma, extra möguleika á frídögum og heimavinnu einhverja daga í mánuði.
5. Skýr sýn
Tryggðu að fyrirtækið vinni eftir skýrri stefnu og setji sér markmið í tengslum við geðheilbrigði sem veita umgjörð og tryggja áhrifaríkar leiðir til að styðja við vellíðan starfsfólks.
Mental ráðgjöf
Hjá Mental vinnum við með fyrirtækjum að því að þau setji sér geðheilsustefnu sem byggir á samvinnu stjórnenda og starfsfólks. Við sjáum um fræðslu sem ætlað er að opna á umræðu, við aðstoðum stjórnendur við að setja upp ferli með skýrum boðleiðum fyrir starfsfólk með geðvanda og við tryggjum að stjórnendur og starfsfólk fái fræðslu, þjálfun og handleiðslu í að þekkja einkenni geðvanda og bregðast við, áður en krísur koma upp.
Taktu skrefið
Með því að hafa samband ert þú að taka mikilvæg skref að því að verða leiðandi á þessu sviði. Fáðu okkur í heimsókn og við kynnum fyrir þér Mental nálgunina.
https://mentalradgjof.is/taktu-skrefid/