Aðgerðaráætlun

Aðgerðaáætlun byggir á niðurstöðum úttektar og innihaldi geðheilsustefnunnar. Markmiðið er setja af stað vinnu við forvarnir og fræðslu þar sem stjórnendur og starfsfólk fá verkfæri og aðferðir til að huga að og taka ábyrgð á eigin geðheilsu og samstarfsfólks. Lögð er áhersla á ábyrgð stjórnenda í að bera kennsl á, bregðast við og viðhalda geðheilbrigði síns starfsfólks og fá þeir til þess nauðsynlega þjálfun og handleiðslu. Ætlunin er ekki síst að opna á opinskáa og hreinskipta umræðu um geðheilsu starfsfólks og hvetja stjórnendur og starfsfólks til ábyrgðar og aðgerða. 

Að lokum er nauðsynlegt að aðgerðaáætlun feli í sér þætti sem ætlaðir eru til að bregðast við raunverulegum geðheilsuvanda á hverjum vinnustað, hvort sem er með vinnustofum og færniþjálfun fyrir starfsfólk, með skýrum boðleiðum fyrir fólk í vanda eða verklagsreglum, þjálfun og handleiðslu fyrir stjórnendur sem vilja og þurfa að styðja við fólk í vanda.

Dæmi um aðgerðir:

  • Fræðsluherferð fyrir starfsfólk um geðheilbrigði með reglulegum fræðslufyrirlestrum, viðburðum og fræðsluefni
  • Þróun og uppsetning á skýru verklagi / ferli fyrir starfsfólk sem þarf stuðning til að kljást við geðvanda
  • Þjálfun og handleiðsla fyrir stjórnendur í innleiðingu og eftirfylgd á geðheilsustefnu
  • Lengri og styttri vinnustofur byggðar á hugrænni atferlismeðferð og öðrum gagnreyndum aðferðum
    • Þunglyndi, kvíði, streita, svefnvandi, sjálfsöryggi og fleira
  • Fræðslunámskeið og fyrirlestrar um sértæk mál tengd vinnustaðnum
    • Samskipti 
    • Vinnustaðamenning
    • Leiðir til að bæta geðheilsu
    • Fleira
  • Sértæk ráðgjöf um vinnumenningu, stjórnun, vinnufyrirkomulag, samskipti og fleira 
  • Samningur um aðgengi starfsfólks að sálfræðiþjónustu