Mental & Mögnum í samstarf á Norðurlandi

Mental og Mögnum hafa sameinað krafta sína í þágu andlegs heilbrigðis á vinnustöðum á Norðurlandi! Til að fagna þeim tímamótum er mannauðsfólki og stjórnendum á Norðurlandi boðið á opna kynningu í samstarfi við Sjúkrahúsið á Akureyri og Mannauð.

Mental & Mögnum munu fjalla um mikilvægi þess að setja geðheilbrigði á dagskrá á vinnustöðum og deila upplýsingum um þá nálgun og aðferðarfræði sem beitt er til að stuðla að bættu andlegu heilbrigði innan vinnustaða. Auk þess munu Erla Björnsdóttir og Kristjana Kristjánsdóttir frá Sjúkrahúsinu á Akureyri fjalla um vegferð SAk í tengslum við andlega vellíðan starfsfólks.

Boðið verður upp á léttar veitingar að lokinni kynningu og tækifæri gefst til tengslamyndunar. Endilega skráðu þig á viðburðinn hér : Skráning á viðburð Mental & Mögnum

Dagana 23. til  24. maí munum við auk þessa bjóða stjórnendum og fyrirtækjum sem deila sýn okkar um geðheilbrigðari vinnustaði og vilja stuðla að andlegri vellíðan starfsfólks til funda við okkur. Áhugasömum er bent á að hafa samband með tölvupósti á mental@mentalradgjof.is.

Hlökkum til að sjá ykkur á Norðurlandi!