Mental nálgunin
Við trúum ekki á skyndilausnir. Plástra sem settir eru á þegar krísur koma upp. Einstaka fyrirlestra á starfsmannadegi eða úttektir og skýrslur sem safna ryki ofan í skúffu.
Hvar sem þitt fyrirtæki er statt í því að bæta geðheilsu á vinnustaðnum munu okkar sérfræðingar vinna með þér og hanna áætlun sem er sniðin að þínum einstökum þörfum og áskorunum.

Geðheilsustefna
Með því að setja sér geðheilsustefnu lýsa fyrirtæki því hvernig þau ætla að skapa sér og starfsfólki sínu vinnuskilyrði sem setja geðheilsu starfsfólks í fyrsta sæti.
Geðheilsustefna byggir á niðurstöðum úttektar á geðheilbrigði fyrirtækisins. Í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk setja fyrirtæki sér skýra sýn og leikreglur um það hvernig geðheilsa og vellíðan starfsfólks eru sett í fyrsta sæti. Stefnan felur í sér skýr markmið og aðgerðir sem ætlað er að veita umgjörð og tryggja áhrifaríkar leiðir til að auka vellíðan starfsfólks og skapa og næra styðjandi og sjálfbæra menningu sem eflir geðheilsu á vinnustöðum. Ábyrgð stjórnenda í innleiðingu og framfylgd stefnunnar er skýr auk þess sem starfsfólk fær haldbærar upplýsingar um hvernig nálgast skuli þessi mál á vinnustaðnum.
Mental nálgunin
Skýr sýn
Stefna og markmið sem veita umgjörð og tryggja áhrifaríkar leiðir til að styðja við vellíðan starfsfólks
Aðgerðir
Fræðsla, þjálfun og handleiðsla til að fyrirbyggja og takast á við vanlíðan starfsfólks
Aðgerðir
Aðgerðaáætlun byggir á niðurstöðum úttektar og innihaldi geðheilsustefnunnar. Markmiðið er setja af stað vinnu við forvarnir og fræðslu þar sem stjórnendur og starfsfólk fá verkfæri og aðferðir til að huga að og taka ábyrgð á eigin geðheilsu og samstarfsfólks. Lögð er áhersla á ábyrgð stjórnenda í að bera kennsl á, bregðast við og viðhalda geðheilbrigði síns starfsfólks og fá þeir til þess nauðsynlega þjálfun og handleiðslu. Ætlunin er ekki síst að opna á opinskáa og hreinskipta umræðu um geðheilsu starfsfólks og hvetja stjórnendur og starfsfólks til ábyrgðar og aðgerða.
Að lokum er nauðsynlegt að aðgerðaáætlun feli í sér þætti sem ætlaðir eru til að bregðast við raunverulegum geðheilsuvanda á hverjum vinnustað, hvort sem er með vinnustofum og færniþjálfun fyrir starfsfólk, með skýrum boðleiðum fyrir fólk í vanda eða verklagsreglum, þjálfun og handleiðslu fyrir stjórnendur sem vilja og þurfa að styðja við fólk í vanda.

Eftirfylgni og árangursmælingar
Með reglulegum mælingum tryggir Mental að geðheilsustefnan sé lifandi og taki á málum sem brenna á hverju sinni.
- Reglulegar kannanir á geðheilsu
- Mælaborð fyrir stjórnendur
- Ábyrgð stjórnenda í eftirfylgni er skýrð
Vitnisburður ánægðra viðskiptavina
Við erum að rifna úr stolti að fá að vinna með þessum framsæknu fyrirtækjum sem ryðja brautina í átt að geðheilbrigðari vinnustað
Mental sýn
Við vinnum að heildstæðri nálgun með áherslu á geðheilbrigði – við trúum ekki á plástra og skyndilausnir
Við vinnum með aðferðir sem studdar eru með rannsóknum og vísun í alþjóðlega viðurkenndar aðferðir
Við kunnum okkar fag. Reynsla okkar í rekstri, stjórnun og ráðgjöf ásamt fagmenntun skilar okkur og þér langt
Við þekkjum fólk og leggjum mikið upp úr því að virkja og styðja sterkt og víðtækt tengslanet þar sem Mental hefur áhrif og verður fyrir áhrifum af öðrum
Við erum skemmtileg og lífleg og nálgumst fólk og verkefnin af hlýju og virðingu. Það er gaman að vinna með okkur
Við förum ótroðnar slóðir og þorum að vera öðruvísi. Við viljum breyta. Við ætlum okkur að breyta!