Við erum hættar að taka við umsóknum. Við erum yfir okkur ánægðar með viðtökurnar og þökkum þeim sem sýndu okkur áhuga og sendu inn umsókn.
Vegna mikilla anna framundan hjá okkur í Mental ráðgjöf leitum við að einstaklingi í hlutastarf. Um er að ræða starf sem vinna má að nokkrum og jafnvel miklum hluta utan hefðbundins vinnutíma og að miklu eða öllu leyti í fjarvinnu.
Starfið felur í sér aðstoð við sérfræðinga okkar við að taka viðtöl við starfsfólk viðskiptavina okkar í tengslum við úttekt á geðheilbrigði á vinnustöðum, úrvinnslu svara úr viðtölum og samantekt á niðurstöðum. Að auki er gert ráð fyrir að viðkomandi aðstoði ráðgjafa okkar við framkvæmd vinnufunda, sinni uppsetningu og hönnun skýrslna og kynninga á niðurstöðum, taki þátt í að lesa yfir og skrifa texta (skýrslur, fræðsluefni, fyrirlestrar, auglýsingar og kynningarefni) auk annarrar textavinnslu. Ef rétta manneskjan finnst gæti viðkomandi einnig komið að úrvinnslu og skýrslugerð með tölulegar niðurstöður úr könnunum meðal starfsfólks okkar viðskiptavina.
Nauðsynlegt er að viðkomandi sé afar snögg/ur/t að “pikka” á tölvu og sé lipur/t í textavinnslu, samantekt á texta og uppsetningu á skýrslum. Lipurð í samskiptum, ábyrgðarkennd og rík samkennd eru nauðsynlegir kostir. Færni í powerpoint og einhver reynsla af vinnu í excel væri mikill kostur sem og einhver reynsla af viðtalsvinnu (s.k. djúpviðtöl).
Við rennum nokkuð blint í sjóinn með umfang þessarar vinnu en gera má ráð fyrir 40-60 vinnustundum á mánuði ef okkar áætlanir ganga eftir. Fjöldi vinnustunda getur þó orðið meiri og nokkuð mismunandi á milli mánaða.
Fyrir þessa vinnu og rétta hæfni má greiða hreint ágætis laun.
Við hvetjum ykkar sem eru áhugasöm til að senda ferilsskrá og stutta lýsingu á því hvernig þið teljið að þið séuð fullkomin í starfið. Upplýsingar má senda á tölvupósti á helena@mentalradgjof.is. Ef frekari upplýsinga er óskað má einnig hafa samband við Helenu í síma 6617808.
Með Mental kveðju