Mental viðskiptavinir
Vitnisburður ánægðra viðskiptavina
Við erum að rifna úr stolti að fá að vinna með þessum framsæknu fyrirtækjum sem ryðja brautina í átt að geðheilbrigðari vinnustað
„Við á Hvíta húsinu unnum með ráðgjöfum Mental að því að móta geðheilsustefnuna okkar. Ferlið var allt mjög faglega unnið og vel haldið utan um alla þræði, hvort sem var í undirbúningi, framkvæmd eða eftirfylgni. Starfsfólk gaf verkefninu góða endurgjöf og það hafði jákvæð áhrif á vinnustaðinn. Ég get heilshugar mælt með Mental.“
Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Hvíta húsið
„Nýlega nutum við hjá Dögum þeirrar ánægju að vinna með Mental Ráðgjöf og ég verð að segja að reynslan var alveg einstök. Samstarfið í gegnum ráðgjafarferlið var mjög gott og var fagmennska þeirra og skuldbinding til að veita fyrsta flokks ráðgjafaþjónustu augljós. Öll samskipti voru til fyrirmyndar og voru ráðgjafarnir greiðviknir og sveigjanlegir, sem gerði það auðvelt fyrir okkur að vinna þessa vinnu saman. Ég mæli eindregið með Mental Ráðgjöf fyrir alla sem leita eftir faglegri ráðgjöf um geðheilbrigði á vinnustöðum.“
Signý Jóna Tryggvadóttir, fræðslustjóri Dagar
„Við hjá Domino’s fengum Mental til okkar á stjórnendadag með fræðslu um geðheilbrigði á vinnustað. Fræðslan var vönduð og áhugaverð og opnaði augu stjórnenda fyrir því hvernig er hægt að huga að góðri geðheilsu hjá starfsfólki sem og okkur sjálfum. Fræðslan var gott skref í að opna á umræðuna um geðheilbrigðismál innan fyrirtækisins.“
Bylgja Björk Pálsdóttir, mannauðsstjóri Dominos
„Við hjá Tixly fengum Helenu og Lísu frá Mental ráðgjöf til að hjálpa okkur að útbúa sérsniðna geðheilbrigðisstefnu sem myndi endurspegla gildi Tixly. Með því að sækja sér þekkingu á Tixly hafa þau, með sérþekkingu sinni á málefninu, gefið öllum starfsmönnum tækifæri á að aðstoða við þessa vinnu og erum við gífurlega ánægð með vinnuna sem þau hafa unnið nú þegar. Ég myndi mæla með Mental við öll þau fyrirtæki sem vilja skapa heilsusamlegt umhverfi á vinnustaðnum sínum.“
Þórir Jökull Finnbogason, fjármálastjóri Tixly
Previous slide
Next slide