Vitundarvika um geðheilsu 2023 / MH awareness week 2023

Næstu vikuna fer fram alþjóðlegt átak um vitundarvakningu á sviði geðheilsu og er opinbert þema vitundarvikunnar þetta árið kvíði.

Við hjá Mental ætlum ekki að láta okkar eftir liggja í þessum efnum og blásum til herferðar á samfélagsmiðlum með þemað vinnutengdur kvíði að leiðarljósi. Ætlum við að láta ljós okkar skína næsta mánuðinn undir því þema. Markmiðið er að auka þekkingu og skilning fólks á vinnutengdum kvíða með því að veita fræðandi upplýsingar um þá þætti sem huga má að til að koma í veg fyrir að vinnutengdur kvíði verði að krísu.

Með því að einbeita okkur að vinnutengdum kvíða í fræðsluherferð í Vitundarviku (eða mánuði) um geðheilsu gefst okkur hjá Mental tækifæri til að varpa ljósi á hvernig vinnutengdur kvíði hefur áhrif á almennt geðheilbrigði og vellíðan og veita fræðandi upplýsingar um hvernig við getum tekist á við okkar eigin vinnutengda kvíða og veita öðrum stuðning.

Að hlúa að menningu umhyggju og tengsla á vinnustaðnum

Í Vitundarviku um geðheilsu 2023 munum við skoða hvernig kvíði getur haft áhrif á fólk á vinnustað, hvaða þættir í vinnuumhverfi geta ýtt undir kvíða og hvað við eigum að gera og getum gert til að hlúa að okkur sjálfum og þeim sem í kringum okkur eru.

Sérlega viljum við leggja áherslu á mikilvægi þess að skapa vinnuumhverfi sem eflir tengsl, samkennd og umhyggju hvert fyrir öðru. Við hvetjum vinnufélaga og vinnuveitendur til að „tékka á“ líðan og andlegri heilsu hvers annars, hlusta án þess að dæma og bjóða upp á stuðning og benda á möguleg úrræði eftir þörfum.

Þemað varpar að auki ljósi á hlutverk fyrirtækja í að efla geðheilbrigðisvitund og forgangsraða vellíðan starfsfólks. Það undirstrikar mátt sameiginlegra aðgerða til að skapa jákvæðar breytingar, m.a. með því að byggja upp menningu umhyggju og tengsla, bjóða upp á geðheilbrigðisúrræði og – fræðslu, stuðla að jafnvægi milli vinnu og einkalífs og hvetja til opinna samskipta og gagnkvæms stuðnings meðal vinnufélaga.

Vertu með! Gríptu til þinna ráða! Og tékkaðu á þér og þínu samstarfsfólki!

Og fylgstu með okkur á samfélagsmiðlum!

https://www.facebook.com/mentalradgjofisland

https://www.instagram.com/mental_radgjof/

https://www.linkedin.com/company/mental-r%C3%A1%C3%B0gj%C3%B6f/?viewAsMember=true

Með geðgóðum kveðjum

Helena og Lísa