Ávinningur Tixly sem geðheilbrigðari vinnustaður

Árið 2023 byrjuðum við hjá Mental ráðgjöf að vinna með Tixly (tix.is) í að hlúa að geðheilbrigðum vinnuaðstæðum og þar með bæta andlega heilsu starfsfólks. Framundan var stórt verkefni. Ekki vegna þess að staðan hjá Tixly var slæm, langt því frá, heldur vegna þess að frá byrjun var  sterkur vilji og einlægur áhugi stjórnenda að taka þessa vinnu alvarlega og gefa henni þann tíma og það pláss sem hún þurfti.

Við hjá Mental trúum ekki á skyndilausnir og því gefum við okkur út fyrir að vinna að langtímaverkefnum með okkar viðskiptavinum. Úttekt – móta skýra sýn – aðgerðir – eftirfylgni eru skrefin sem við vinnum eftir. Það far frábært að fá tækifæri til að vinna slíkt langtímaverkefni með fyrirtæki eins og Tixly.

Tixly er alþjóðlegt fyrirtæki með meginþorra starfsfólks á víð á dreif um Evrópu og Norður-Ameríku og sú staðreynd var ákveðin áskorun í ferli Tixly að geðheilbrigðari vinnustað. Þær aðgerðir sem ráðist var í og útfærslur þeirra tók mið af þessu alþjóðlega yfirbragði og var bæði ný og skemmtileg áskorun fyrir okkur hjá Mental ráðgjöf.

Á einu ári framkvæmdi Mental ráðgjöf úttekt, mótaði aðgerðaráætlun og geðheilsustefnu með starfsfólki Tixly, studdi Tixly við innleiðingu og framkvæmd aðgerða. Að ári liðnu var framkvæmt árangursmat þar sem árangur þeirra verkefna sem Mental vann með starfsfólki og stjórnendum Tixly var metinn. Niðurstöðurnar voru vægast sagt jákvæðar og tala máli sínu hér.

Þeir lykilþættir sem styðja við geðheilbrigðan vinnustað styrktust umtalsvert og veikindadögum vegna einkenna geðvanda fækkaði.

Þessar niðurstöðurnar er einstaklega hvetjandi. Þær eru hvetjandi fyrir okkur hjá Mental þar sem það er fátt eins gefandi og skemmtilegt og að sjá góða uppskeru eftir metnaðafulla og vandaða vinnu. Niðurstöðurnar eru einnig hvetjandi fyrir önnur fyrirtæki sem enn eru að velta því fyrir sér hvort þessi vegferð sé þess virði og hvort geðheilbrigði á vinnustað sé eitthvað sem huga þurfi í raun að.

Niðurstöðurnar sýna árangurinn og ávinninginn svart á hvítu, þú veist hvar þú finnur okkur!