Mental ráðgjöf verður til

Helena Jónsdóttir, sálfræðingur og fyrrum skólastjóri Lýðskólans á Flateyri, hefur stofnað nýtt ráðgjafafyrirtæki, Mental ráðgjöf ehf. en fyrirtækið er stofnað til að gjörbylta því hvernig við hugsum, tölum um og nálgumst geðheilbrigði á vinnustað með það að markmiði að fyrirtæki setji starfsfólkið og geðheilbrigði þess í fyrsta sæti.

Mental ráðgjöf aðstoðar stjórnendur og starfsfólk fyrirtækja í að móta stefnumótandi nálgun á geðheilbrigði og skapa og næra sjálfbæra menningu sem eflir geðheilsu á vinnustöðum. Hjá Mental trúum við ekki á skyndilausnir. Plástra sem settir eru á þegar krísur koma upp. Einstaka fyrirlestra á starfsmannadegi eða úttektir og skýrslur sem safna ryki ofan í skúffu.

Með aðferðum Mental, sem þróaðar eru með vísun í alþjóðlegar viðurkenndar aðferðir, fá fyrirtæki aðstoð við að takast á við áskoranir og ráðast í þær breytingar sem nauðsynlegar eru til að auka sálfræðilegt öryggi og efla geðheilsu starfsfólks.

Við viljum gjarnan heyra í þér ef þú hefur spurningar eða hefur áhuga á að vita meira. Enn skemmtilegra væri þó ef þú vildir bjóða okkur í heimsókn. Við elskum að tala um geðheilsu á vinnustöðum og langar að hitta fólk sem deilir ástríðu okkar fyrir málefninu. 

Hóaðu í okkur með því að hringja í s. 661 7808 eða senda póst á mental@mentalradgjof.is

Við hlökkum til að heyra í þér!