Mental fyrirlestrar
Fyrirlestrar
Eitt af markmiðum Mental er að stuðla að og standa fyrir umfjöllun um geðheilbrigði á vinnustað á opinberum vettvangi í þeirri von að hafa áhrif, að leiða til raunverulegra breytinga. Það að ræða geðheilbrigði á vinnustöðum og ábyrgð vinnustaða í því að hlúa að og bæta geðheilbrigði starfsfólks, er nefnilega nýtt af nálinni. Og ekki eitthvað sem stjórnendum eða starfsfólki er tamt að gera.
Mental ráðgjöf býður upp á fræðslufyrirlestra sem ætlað er að veita upplýsingar og vekja stjórnendur og starfsfólk til vitundar um mikilvægi þess að huga að geðheilbrigði á vinnustað um leið og markmiðið er að færa þeim gagnleg og árangursrík verkfæri til að hlúa að eigin geðheilsu og þeirra sem í kringum okkur eru.
Við bjóðum upp á:
- Almenna fræðslufyrirlestra um geðheilbrigði á vinnustað fyrir stjórnendur og starfsfólk. Sjá hér
- Fyrirlestra um sérhæfð mál tengd geðheilbrigði, um samskipti og sálfræðilegt öryggi á vinnustað auk almennra fyrirlestra um leiðir til að hlúa að og bæta eigin geðheilsu
- Vinnustofu um samskipti og sálfræðilegt öryggi á vinnustöðum
- Fyrirlestra og vinnustofur sniðin að þörfum og óskum viðskiptavina
Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar eða bókaðu okkur á fyrirlestur með þínu starfsfólki.