Í hröðu og krefjandi vinnuumhverfi nútímans er enn mikilvægara en áður að stjórnendur láti sig varða vellíðan og geðheilbrigði starfsfólks og áhrif þess frammistöðu og afköst.

Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl geðheilsu starfsfólks og frammistöðu í starfi. Þegar starfsfólk á geðvanda hefur það neikvæð áhrif á einbeitingu, sköpunargáfu og hollustu. Þegar starfsfólk finnur fyrir stuðningi og er við góða geðheilsu eru þau líklegri til vera virkir meðlimir í starfsmannahópnum, afkastamikil og skapandi.

Mikill hluti stjórnenda á vinnumarkaði er af svokallaðri X kynslóð. Kynslóð sem ólst upp á tímum örra breytinga. Við skiljum gildi framfara. Við höfum séð vinnustaði og vinnumenningu og -siðferði þróast og breytast og við höfum lagt okkur fram við að þróast með breyttum tímum. En það er einn þáttur sem við höfum því miður horft fram hjá allt of lengi og það er geðheilbrigði starfsfólksins okkar. Til að stuðla að sjálfbærum vinnustöðum í samkeppnislandslagi nútímans þurfum við að hlúa að menningu sem setur geðheilsu og vellíðan í forgang. Og það er ærið verkefni!

Hér eru nokkur lykilskref sem við getum tekið til að skapa geðheilbrigt vinnuumhverfi:

Tölum um geðheilsu!

Hvetjum til opinna og hreinskiptra samræðna um geðheilbrigði og vinnum á virkan hátt að því að útrýma fordómum í kringum það. Með því að skapa öruggt rými fyrir starfsmenn til að tjá áskoranir sínar og áhyggjur, getum við boðið stuðning og úrræði þegar þörf krefur.

Stuðlum að jafnvægi milli vinnu og einkalífs!

Innleiðum stefnu sem gerir ráð fyrir sveigjanlegum vinnutíma og styðjum starfsfólk í að taka sér frí þegar þörf krefur. Og fylgjum þessari stefnu sjálf og setjum þannig gott fordæmi. Með þessu drögum við úr kulnun og bætum starfsánægju.

Veitum úrræði og stuðning!

Innleiðum ferli þar sem við grípum starfsfólk í geðvanda og bjóðum aðgengi að geðheilbrigðisúrræðum, á vinnutíma og með fjárhagslegum stuðningi fyrirtækisins. Þjálfum stjórnendur í að þekkja einkenni geðvanda og kennum þeim að styðja við fólkið sitt þegar á reynir.

Hlúa að jákvæðu starfsumhverfi!

Leitumst við að skapa jákvæða og sanngjarna vinnustaðamenningu þar sem starfsfólk finnur að það er metið að verðleikum og á það er hlustað. Fögnum sigrum, veitum uppbyggilega endurgjöf og viðurkennum mikilvægi þess að samhljómur sé á milli vinnu og einkalífs.

Verum frábærar fyrirmyndir!

Sem stjórnendur þurfum við að ganga fram með góðu fordæmi og sýna fram á mikilvægi jafnvægis á milli vinnu og einkalífs og sjálfumhyggju. Með því að forgangsraða andlegri líðan okkar sjálfra setjum við mikilvægt fordæmi fyrir starfsfólkið okkar.

Stjórnendur þurfa að sýna djörfung og hug og þora að hafa frumkvæði að því að byggja upp geðheilbrigðan vinnustað og bjartari framtíð fyrir starfsfólkið okkar. Saman getum við rutt brautina fyrir vinnustaði þar sem geðheilsa er metin að verðleikum og árangur helst í hendur við vellíðan starfsfólksins okkar.

Hikaðu ekki við að hafa samband ef þú telur að við getum komið að slíku brautryðjendastarfi í þínu fyrirtæki. Við þorum! Og kunnum til verka.