Hvað ef vinnan gæti verið
góð fyrir geðheilsuna?

Með Mental vinna fyrirtæki að því að setja starfsfólk og líðan þess í fyrsta sæti

Umsagnir viðskiptavina

„Við á Hvíta húsinu unnum með ráðgjöfum Mental að því að móta geðheilsustefnuna okkar. Ferlið var allt mjög faglega unnið og vel haldið utan um alla þræði, hvort sem var í undirbúningi, framkvæmd eða eftirfylgni. Starfsfólk gaf verkefninu góða endurgjöf og það hafði jákvæð áhrif á vinnustaðinn. Ég get heilshugar mælt með Mental.“
Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Hvíta húsið
„Nýlega nutum við hjá Dögum þeirrar ánægju að vinna með Mental Ráðgjöf og ég verð að segja að reynslan var alveg einstök. Samstarfið í gegnum ráðgjafarferlið var mjög gott og var fagmennska þeirra og skuldbinding til að veita fyrsta flokks ráðgjafaþjónustu augljós. Öll samskipti voru til fyrirmyndar og voru ráðgjafarnir greiðviknir og sveigjanlegir, sem gerði það auðvelt fyrir okkur að vinna þessa vinnu saman. Ég mæli eindregið með Mental Ráðgjöf fyrir alla sem leita eftir faglegri ráðgjöf um geðheilbrigði á vinnustöðum.“
Signý Jóna Tryggvadóttir, fræðslustjóri Dagar
„Við hjá Domino’s fengum Mental til okkar á stjórnendadag með fræðslu um geðheilbrigði á vinnustað. Fræðslan var vönduð og áhugaverð og opnaði augu stjórnenda fyrir því hvernig er hægt að huga að góðri geðheilsu hjá starfsfólki sem og okkur sjálfum. Fræðslan var gott skref í að opna á umræðuna um geðheilbrigðismál innan fyrirtækisins.“
Bylgja Björk Pálsdóttir, mannauðsstjóri Dominos
„Við hjá Tixly fengum Helenu og Lísu frá Mental ráðgjöf til að hjálpa okkur að útbúa sérsniðna geðheilbrigðisstefnu sem myndi endurspegla gildi Tixly. Með því að sækja sér þekkingu á Tixly hafa þau, með sérþekkingu sinni á málefninu, gefið öllum starfsmönnum tækifæri á að aðstoða við þessa vinnu og erum við gífurlega ánægð með vinnuna sem þau hafa unnið nú þegar. Ég myndi mæla með Mental við öll þau fyrirtæki sem vilja skapa heilsusamlegt umhverfi á vinnustaðnum sínum.“
Þórir Jökull Finnbogason, fjármálastjóri Tixly
Previous slide
Next slide

Forgangsverkefni
stjórnenda

Ómeðhöndlaður geðvandi leiðir gjarnan til kostnaðarsamra vandamála á borð við veikindafjarvistir, minnkandi framleiðni, aukna starfsmannaveltu og aukin útgjöld til starfsmannamála. Þá er ótalin þjáning þeirra sem við vandann glíma og fjölskyldna þeirra

Stjórnendur standa frammi fyrir miklum áskorunum sem bregðast þarf við.

25% fólks þjáist af geðvanda, flestir eru fullorðnir, starfandi á vinnumarkaði. Enn fleiri eru að glíma við andlegar áskoranir.

Geðvandi er algengasta ástæða fjarveru af vinnumarkaði og geðraskanir helsta ástæða örorku á Íslandi.

Um 6 milljarðar falla árlega á fyrirtæki vegna fjarvista starfsfólks með geðvanda – þá er ótalinn óbeinn kostnaður.

Kulnun er skv. WHO heilsuvandi sem orsakast af langvarandi streitu á vinnustað.

Kostnaður, fordómar og aðgengi að sálfræðiþjónustu eru helstu hindranir í að fólk leiti sér aðstoðar.

Kófið setti geðheilsu allra í forgrunn. Leiðtogar þurfa nú sem aldrei fyrr að grípa til aðgerða.

Mental sýn

Hjá Mental vinnum við fyrir fólk og fyrirtæki í að skapa og næra styðjandi og sjálfbæra fyrirtækjamenningu.

Saman munum við gjörbylta því hvernig við tölum um og tökumst á við geðheilbrigði á vinnustöðum.

Mental aðferðir

Við trúum ekki á skyndilausnir. Plástra sem settir eru á þegar krísur koma upp. Einstaka fyrirlestra á starfsmannadegi eða úttektir og skýrslur sem safna ryki ofan í skúffu.

Mental vinnur með stjórnendum og starfsfólki fyrirtækja í að skapa stefnumótandi nálgun að geðheilbrigði og líðan starfsfólks.

Skýr sýn

Stefna og markmið sem veita umgjörð og tryggja áhrifaríkar leiðir til að styðja við vellíðan starfsfólks

Aðgerðir

Fræðsla, þjálfun og handleiðsla til að fyrirbyggja og takast á við vanlíðan starfsfólks

Árangur

Reglulegar mælingar, endurskoðun og viðhald á geðheilsustefnu

Geðheilsustefna – fólk í fyrsta sæti

Framundan er bylting í því hvernig fyrirtæki og stofnanir þurfa að hugsa, tala um og takast á við vellíðan starfsfólks. Geðheilbrigði á vinnustað er að verða eitt mikilvægasta viðfangsefnið í viðskiptalífinu í dag.

Með því að setja sér geðheilsustefnu lýsa fyrirtæki og stofnanir því hvernig þau ætla að skapa sér og starfsfólki sínu vinnuskilyrði sem setja geðheilsu starfsfólks í fyrsta sæti.

Fréttir og fróðleikur