Hvað ef vinnan gæti verið
góð fyrir geðheilsuna?
Með Mental vinna fyrirtæki að því að setja starfsfólk og líðan þess í fyrsta sæti
Umsagnir viðskiptavina
Forgangsverkefni
stjórnenda
Ómeðhöndlaður geðvandi leiðir gjarnan til kostnaðarsamra vandamála á borð við veikindafjarvistir, minnkandi framleiðni, aukna starfsmannaveltu og aukin útgjöld til starfsmannamála. Þá er ótalin þjáning þeirra sem við vandann glíma og fjölskyldna þeirra
Stjórnendur standa frammi fyrir miklum áskorunum sem bregðast þarf við.
25% fólks þjáist af geðvanda, flestir eru fullorðnir, starfandi á vinnumarkaði. Enn fleiri eru að glíma við andlegar áskoranir.
Geðvandi er algengasta ástæða fjarveru af vinnumarkaði og geðraskanir helsta ástæða örorku á Íslandi.
Um 6 milljarðar falla árlega á fyrirtæki vegna fjarvista starfsfólks með geðvanda – þá er ótalinn óbeinn kostnaður.
Kulnun er skv. WHO heilsuvandi sem orsakast af langvarandi streitu á vinnustað.
Kostnaður, fordómar og aðgengi að sálfræðiþjónustu eru helstu hindranir í að fólk leiti sér aðstoðar.
Kófið setti geðheilsu allra í forgrunn. Leiðtogar þurfa nú sem aldrei fyrr að grípa til aðgerða.
Mental sýn
Hjá Mental vinnum við fyrir fólk og fyrirtæki í að skapa og næra styðjandi og sjálfbæra fyrirtækjamenningu.
Saman munum við gjörbylta því hvernig við tölum um og tökumst á við geðheilbrigði á vinnustöðum.
Mental aðferðir
Við trúum ekki á skyndilausnir. Plástra sem settir eru á þegar krísur koma upp. Einstaka fyrirlestra á starfsmannadegi eða úttektir og skýrslur sem safna ryki ofan í skúffu.
Mental vinnur með stjórnendum og starfsfólki fyrirtækja í að skapa stefnumótandi nálgun að geðheilbrigði og líðan starfsfólks.
Skýr sýn
Stefna og markmið sem veita umgjörð og tryggja áhrifaríkar leiðir til að styðja við vellíðan starfsfólks
Aðgerðir
Fræðsla, þjálfun og handleiðsla til að fyrirbyggja og takast á við vanlíðan starfsfólks
Árangur
Reglulegar mælingar, endurskoðun og viðhald á geðheilsustefnu
Fréttir og fróðleikur
Geðheilsuátak Mental: rafrænt átak fyrir vinnustaði
Rafrænt geðheilsuátak Mental er nýjung á markaðnum – þróað til að vera fyrsta skrefið í því að innleiða geðheilbrigði sem lykilþátt í vinnustaðamenningu. Átakinu er
Hátíðar(v)andi?
Hátíðartíminn getur vel verið tími gleði og eftirvæntingar fyrir mörg en fyrir önnur getur tíðin verið uppspretta streitu og álags. Fræðsluerindinu er ætlað að vekja
Vitundarvakning um geðheilbrigði á vinnustað
Við í Mental ráðgjöf höldum Alþjóðlegan dag geðheilbrigðis 10. október sérstaklega hátíðlegan í ár í frábæru samstarfi við Advania, Visku – stéttarfélag, Reykjavíkurborg, Tixly –